Dregur úr gosóróa í eldgosinu í Eyjafjallajökli

Síðasta sólarhringinn hefur dregið verulega úr gosóróa í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Það bendir sterklega til þess að nýja gossprungan muni lokast fljótlega. Það mun þó ekki koma í ljós fyrr en sést í eldgosið. Þó svo að það dragir úr eldgosinu á þessari stundu, þá þýðir það ekki að þessu sé lokið. Samkvæmt lýsingum á eldgosinu 1821 til 1823 þá gerðist eitthvað svipað í því eldgosi. Það er því næsta víst að eldgosið muni taka sig upp aftur ef núverandi gosrás lokast, enda er þrýstingur ennþá mikill innan í Eyjafjallajökli.

Hvar kvikan mun brjóta sér leið upp næst er mjög erfitt að segja til um, en helst að það sé hægt að nota jarðskjálfta til þess að reyna að spá fyrir um slíkt. Þó svo að slíkir spádómar yrðu háðir mikilli óvissu og hvenar kvikan mundi þá brjóta sér leið upp á yfirborðið.