Hvernig andstæðingar ESB á Íslandi ljúga að þér með tölfræðinni

Andstæðingar ESB á Íslandi ljúga að þér í hverri einustu grein sem þeir skrifa, og halda því fram að X, Y framleiðslutengd grein á Íslandi muni tapa, og jafnvel fara á hausinn við inngöngu Íslands í ESB. Öflugastir í þessum lygum hafa samtökin Heimssýn, Bændasamtökin og LÍÚ verið. Ég ætla að vísa í dæmi um slíkt í þessari grein.

Það er ekki nóg með að þessi samtök ljúgi að fólki, heldur gera andstæðingar ESB á Íslandi sem blogga þetta einnig. Sá sem stundar þetta mest er bloggari að nafni Gunnar Rögnvaldsson, búsettur í Danmörku (ESB land) til margra ára. Þessi maður bókstaflega snýr öllu á haus þegar það kemur að tölfræðilegum gögnum um ESB og málefnin sem þar er að finna. Hérna verður sýnt fram á það hvernig hann gerir það, og hvernig aðrir andstæðingar og ESB nota í dag nákvæmlega sömu aðferð til þess að ljúga að fólki á Íslandi um ESB með tölum og gröfum.

Hinsvegar verður að byrja á upphafinu og útskýra fyrir fólki hvernig farið að þessu. Hérna fyrir neðan eru góð dæmi um það sem ég ætla að tala í þessari bloggfærslu. Dreifingu og Ad hoc hugsun sem er viljandi verið að beita í umræðunni um ESB og tölfræðinni sem er verið að henda fram í dag.

Distributions

When talking about a group of values you hear of the „average“ value. You might assume one thing but, on occasion, someone with an ulterior motive will use something different. The natural assumption is the arithmetic mean, which is the sum of the numbers divided by the count. There is another „average“ that is sometimes used, namely the median. If you take all the values and arrange them in ascending order, then take the middle one, you have the median. It means that half of the values were lower and half were higher.

Example: Suppose you want to buy a home in a area where the average income is high. You might make some good connections among your neighbors. You find a nice development and Rhonda RealEstate tells you that the average income is over $1,000,000 annually. That sounds really good, so you buy. […]
Tekið héðan.

Post Hoc Thinking

Darrell Huff, in his neat little book, notes the results of a survey of Cornell graduates (in the 1950’s). The survey showed that 93% of the middle-aged male graduates were married but only 65 percent of the women were. One popular magazine writer quickly concluded that going to college seriously reduced a woman’s chances of marriage. Or did it??

The correlation is real – the women did indeed marry at a lower rate. But – implying a causation is risky. Remember – correlation does not necessarily mean causation. Consider the following alternative explanation: the young women who go to Cornell are those who are more likely to delay marriage in favor of a career. A career-oriented woman would be more likely to attend a university and then head into a career than a marriage-oriented woman. The obvious correlation is a result of a single factor that is producing BOTH results.
Tekið héðan.

Gunnar, eins og svo margir andstæðingar ESB á Íslandi sýna mikið að gröfum. Ástæðan er mjög einföld, það er einfalt að blekkja fólk með gröfum.

Graphics are very useful for deception.
Tekið héðan (pdf).

Distortion occurs when the visual representation of the data is inconsistent with the numerical representation.
Tekið héðan (pdf).

Hérna er smá yfirferð um þær bloggfærslur sem Gunnar hefur notað til þess að blekkja fólk í stórum stíl.

Hérna er gott dæmi um blekkingu Gunnars. Í athugasemdum þá setur hann fram gröf sem líta vel út við fyrstu sín, þar ber hann saman atvinnuleysi á Finnlandi og Íslandi yfir ákveðið langt tímabil. Við fyrstu sín, þá virðist sem að þessi samanburður sé alveg í lagi. Svo er í raun ekki, þar sem þetta graf er í raun blekkjandi.

Graf eitt um samanburð á atvinnuleysi milli Íslands og Finnlands.

Þetta graf er blekkjandi af tveim ástæðum. Ekki er gefið upp úrtakið sem notað var, og tölfræðilegar upplýsingar eru ekki settar fram á viðunandi hátt. Ennfremur er ekki tekið fram hjá Gunnari að Ísland er búið að vera með atvinnulög ESB síðan árið 1994, og upptaka þeirra laga hefur ekki haft nein áhrif á atvinnuleysi hérna á Íslandi og hafa í raun aldrei gert það. Þessi atvinnuleysishræðsluáróður er gjörsamlega ómarktækur hjá honum, og öðrum andstæðingum ESB á Íslandi.

Fullyrðingar Gunnars, og annara andstæðinga ESB um atvinnuleysi er sérstaklega áhugaverðar. Þar sem þeim tekst aldrei nokkurntímann að koma með réttar heimildir fyrir málinu sínu virðist vera. Eða þá að heimildinar eru svo vafasamar að ekki er hægt að staðfesta þær með neinum hætti.

Þessi hérna bloggfærsla er gott dæmi um það, en þarna er fólk blekkt með því að „vísa í Eurostat“. Samt ekki, þar sem Gunnar vísar ekki í neina heimildir í raun. Heldur vísar hann bara í Eurostat (Hagstofa ESB), en gefur ekki neina slóð eða eitthvað til þess að staðfesta þessa framsetningu hjá honum sé rétt og hægt sé að athuga gögnin nánar, sem hann setur eins og oft áður fram í grafi.

Enda sá ég það fljótlega þegar ég fór að skoða þetta að ekki voru nein gögn komin fram frá 8. Mars 2010 um atvinnuleysi ungs fólks. Enda kemur í ljós við skoðun að tölur Gunnars ber ekkert saman við það sem Eurostat hefur gefið út undanfarið um atvinnuleysi. Tölur Eurostat er hægt að skoða hérna (3 Mars 2010) og hérna (23 Júlí 2009).

Þetta ætti að vera nóg af Gunnari í bili, enda ætti þetta að vera nóg til þess að sannfæra fólk um að taka ekki mark á þessum manni. Enda er þetta maður sem hikar ekki við að blekkja fólk ef það þjónar hagsmunum hans. Það er ennfremur vert að benda á þá staðreynd að þessi maður tekur sér einnig stöðu með Davíð Oddssyni og þeirri spillingu sem hefur þrífst í skjóli hans, bloggfærsla Gunnars um þá yfirlýsingu er hægt að lesa hérna. Þetta gerði hann eftir að Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Þetta virðast reyndar margir andstæðingar ESB á Íslandi gera, taka sér stöðu með Davíð Oddssyni og hans spillingarhyski sem er ennþá hérna á landi.

Síðan lætur Gunnar þetta eftir sér um Samfylkinguna og evrópusinnaða sjálfstæðismenn.

4) Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur. Hún er apabúr og ætti að leita sér lækninga strax. Helst erlendis. Það sama þurfa sumir orða- og varamenn Sjálfstæðisflokksins að gera.

Tekið héðan.

Hérna er grein hjá Heimssýn sem sýnir ágætlega hvernig blekkjandi tölfræði er beitt í umræðunni um ESB. Tölunar sem þarna eru settar fram virðast vera tóm della eins og þær eru setta fram af Bændasamtökunum, þessar tölur eru síðan endurteknar endalaust án nokkurar gagnrýni eða skoðunar. Þess má nú þegar geta þess að flest öll svínabú eru nú þegar gjaldþrota á Íslandi án þess að aðild Íslands að ESB komi til. Staða margra kjúklingabúa er víst ekkert betri að ég tel án þess að vita það fyrir víst, hvort að gjaldþrot vofi yfir þeim á þessari stundu skal ég ósagt látið. Þegar landbúnaðarstefna ESB er skoðuð kemur í ljós að það kerfi, með öllum sínum kostum og göllum er mun betra en það sjálfskaparvíti sem íslenskum bændum hefur nú þegar verið skapað af Bændasamtökunum og tengdum hagsmunaaðilum.

Nánar um hvernig logið er að fólki með tölfræðinni og grafískri framsetningu talnagagna.

On misrepresenting data
How to Lie with Statistics (#1)
Lying With Statistics (#2)
Lies, damned lies, and statistics (Wiki)
How to Lie With Charts [Illustrated] (Paperback) (Bók sem ég þarf að kaupa)
How to Lie with Statistics (Paperback) (Bók sem ég þarf líka að kaupa)

Texti uppfærður klukkan 01:28 26 Apríl 2010.

One Reply to “Hvernig andstæðingar ESB á Íslandi ljúga að þér með tölfræðinni”

  1. Alveg ótrúlegt þegar fólk reynir að nýta sér tölfræðina til að koma sínu fram.

    Stundum er fólk samt ekki að gera þetta viljandi, heldur minnkar kröfur til sannana sem styðja mál þeirra þegar það rekst á hluti sem styður mál þeirra. Þetta er eitthvað sem er erfitt að lækna.

Lokað er fyrir athugasemdir.