Fiskvinnsla HG lokar alltaf á sumrin, óháð strandveiðum

Fiskvinnsla HG hefur undanfarin ár lokað yfir sumarið óháð því að strandveiðar séu stundaðar eða ekki. Þetta er einfaldlega staðreynd. Þannig að fullyrðingar þess efnis í fjölmiðlum hjá forstjóra þess fyrirtækis að lokunin núna í sumar sé strandveiðum að kenna er því ekkert nema rakalaus þvættingur.

Fiskvinnsla HG hefur stundað lokanir yfir sumartímann allavegna frá árinu 2003 miðað við fréttir frá þeim tíma, en það árið var línuveiðum kennt um sumarlokunina það árið.

Það er algerlega óþolandi að svona þvæla fái að koma fram í fjölmiðlum á Íslandi án þess að nokkur gagnrýni eða athuganir á staðreyndum fari fram á fullyrðingum þessara manna sem hérna eiga í hlut. Þar sem það er augljóst að í mörgum tilvikum þá er þetta fólk einfaldlega að ljúga í fjölmiðlum, og gerir slíkt án þess að skammast sín.