Andstæðingar ESB á Íslandi í ruglinu

Það er orðið augljóst að andstæðingar ESB á Íslandi eru í ruglinu, og eru sjálfir alveg kolruglaðir. Núna hefur þetta ruglaða fólk talið sér trú um að ESB samstarfið sé komið á enda og evran sé búinn sem gjaldmiðill.

Ekkert gæti verið fjær sannleikanum og raunveruleikanum. Enda munu 27 aðildarríki ESB ekki hætta þessu samstarfi vegna þess að eitt ríki er komið í alvarlega skuldakreppu. Í staðinn verður tekið á vandamálinu og það leyst í eitt skipti fyrir öll. Það er þannig sem ESB ríkin vinna. Þau gefast ekki upp þó svo að á móti blási og vandamál komi upp.

Það er hinsvegar augljóst að andstæðingar ESB á Íslandi eru gjörsamlega búnir að tapa sér í ruglinu og dellunni. Enda er það oft þannig með fólk sem lýgur mikið að það hættir að gera greinarmun á raunveruleikanum og þeirri lygi sem það samdi sjálft.