Dýrt fyrir íslendinga að standa fyrir utan ESB og evruna

Þegar maður skoðar tölfræðilegar upplýsingar um verðsveiflur hjá aðildarríkjum ESB þá kemur eitt í ljós. Það er dýrt fyrir íslendinga að standa fyrir utan ESB. Það var fjallað um þetta í skýrslu Framkvæmdastjórnar ESB um Ísland í kjölfarið á umsókn Íslands um aðild að ESB. Í skýrslu Framkvæmdastjórnar ESB kom fram að matvælaverð á Íslandi væri að jafnaði um 60% hærra en í aðildarríkjum ESB, þetta var áður en bankanir féllu og samdráttur hófst á Íslandi með tilheyrandi verðhækkunum, verðbólgu og kaupmáttarskerðingu.

Það er ekkert að marka hræðsluáróður í fjömiðlum sem snúa að ESB og evrunni. Þar sem hvorugt mun hverfa á næstu áratugum og svona efnahagskreppa mun engu breyta þar um. Þar sem evran og ESB tryggir að áhrif kreppunar á þessi ríki verður minni en annars hefði orðið á viðkomandi lönd.

Hérna eru verðbreytingar hjá ESB ríkjunum í Mars 2010. Þetta eru prósentubreytingar.

Harmonised indices of consumer prices, breakdown by purpose of consumption1): March 2010

Almennt lækkar verðlag í Evrópu og á evrusvæðinu. Það sem helst hækkar er bensín og olía virðist vera.