Jón Bjarnarson landbúnaðarráðherra styður okur á íslenskum neytendum

Andrés Jónsson bloggari minnir óþægilega á þá staðreynd að Jón Bjarnasson landbúnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra styður einokun og verðsamráð sem tryggir að neytendur á Íslandi verða snuðaðir um hagstætt verðlag og frjálsa samkeppni á landbúnaðarvörum á Íslandi. Á þessu byggir einnig andstaðan við ESB hjá Bændasamtökunum og Landbúnaðarráðherranum Jóni Bjarnasyni. Þar sem innganga í ESB mun tryggja neytendum á Íslandi hagstætt verðlag á landbúnaðarvörum hérna. Ólíkt því sem er núna við lýði hérna á landi, þar sem Bændasamtökin ráða því hvernig verðlag er á landbúnaðarvörum er til neytenda í krafti veru sinnar í Verðlagsnefnd Landbúnaðarráðuneytisins. Það er auðvitað fáránlegt að slíkt skuli vera við lýði hérna á landi, þar sem þetta fyrirkomulag heldur bændum fátækum og á sama tíma veldur því að verð á landbúnaðarvörum er hátt hérna á landi.

Neytendur sitja síðan með súra hlutan af þessu fyrirkomulagi og borga meira fyrir minna þegar það kemur að landbúnaðarvörum á Íslandi.

Nánar upplýsingar.

Lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (IV. kafli. Um verðskráningu á búvörum.)