Áróðurinn gegn ESB aðild Íslands

Það er merkilegt að fylgjast með því hverjir eru að reka áróður gegn aðild Íslands að ESB. Sérstaklega í ljósi þess að íslenska þjóðin mun fá mest útúr aðild Íslands að ESB.

Hérna er smá listi yfir þá helstu aðila sem reka áróður gegn ESB aðild Íslands. Þetta er ekki í stafrófsröð, eða endilega fullnægjandi listi.

Bændasamtökin (Bændablaðið í samvinnu við Heimssýn og fleiri aðila).
Heimssýn (Í samvinnu við sjálfstæðisflokkinn, LÍÚ, Bændasamtökin og aðra)
Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðarkróki (Grunsemdir um aðild þeirra að áróðri gegn ESB aðild Ísland, þá í gegnum framsóknarflokkinn í Skagarfirði og fleiri aðila)
Sjálfstæðisflokkurinn (Í samvinnu við marga aðila á Íslandi)
Hluti framsóknarflokksins (Í samvinnu við sjálfstæðisflokkinn)
Vinstri Grænir (Í samvinnu við Heimssýn, Bændasamtökin og fleiri aðila)
Evrópuvaktin (Vefur í rekstri Styrmis og Björns Bjarnarsonar fyrrverandi Dómsmálaráðherra. Tengist Davíð Oddssyni og sjálfstæðisflokknum beint)
Morgunblaðið (Í samvinnu við Bændasamtök Íslands, LÍÚ, Heimssýn og fleiri)

Þetta eru svona helstu aðildar sem ég veit um sem eru að reka hræðsluáróður gegn ESB aðild Íslands á þessari stundu. Ég álít þennan lista rétta, nema að ég taki eitthvað annað sérstaklega fram í upptalningunni. Á milli þessara aðila eru miklir hagsmunir, sem fyrst og fremst velta á því að Ísland gangi ekki í ESB og taki upp evruna. Enda er þessi hópur helstu leikendur í því að halda Íslandi í þeirra greipum og koma þannig í veg fyrir hagsæld almennings á Íslandi, sem þeir mergsjúga núna í dag af fjármagni með því að halda uppi verðlagi hérna í skjóli einokunar (þar sem það á við). Inní þessu eru einnig mikil völd, þá sérstaklega hjá sjálfstæðisflokknum sem getur ekki hugsað sér að tapa völdum á Íslandi, sem mun alveg örugglega gerast ef Ísland gengur í ESB og tekur upp evruna.

Það sem þessir menn óttast þó mest er það óháða eftirlit sem kemur með aðild Íslands að ESB. Þar eru nefnilega starfandi sterkar og öruggar eftirlitsstofnanir sem þetta fólk getur ekki stjórnað, og getur ekki hótað til hlýðni eins og gert er núna í dag þegar það kemur að eftirliti á Íslandi á öllum mögulegum hlutum.

Það mun verða mikil aukning á hræðsluáróðri gegn ESB aðild Íslands á næstu mánuðum. Þá sérstaklega eftir að aðildarviðræður Íslands og ESB ríkjanna hefjast fyrir alvöru seinna á þessu ári. Það má einnig benda á þá staðreynd að eftirlit ESB verður virkt að hluta til við það að Ísland verður opinbert umsóknarríki hjá ESB. Vegna þessa, þá liggur þessum mönnum svo á að stoppa aðildarumsókn Íslands að ESB áður en hún verður tekin fyrir hjá Ráðherraráði ESB þann 17 Júní 2010.

9 Replies to “Áróðurinn gegn ESB aðild Íslands”

  1. Ragnar, hvalveiðar eru bannaðar af Alþjóðahvalveiðiráðinu. Íslendingar hafa hinsvegar kosið að hunsa það bann, þeim til skammar.

    Það að leyfa hvalveiðar var eitt síðasta verk sjálfstæðisflokksins hérna á landi, áður en hann fór úr ríkisstjórn árið 2009. Þetta var nefnilega gert eingöngu til þess að koma nýjum stjórnvöldum í vandræði eins og varð síðar raunin.

    Það er ekki víst að hægt sé að banna hvalveiðar aftur á meðan núverandi veiðiheimildir eru í gildi, en það eru fjögur ár eftir af þeirri heimild sýnist mér. Það er þó ljóst að eftir að sú veiðiheimild rennur út. Þá verða hvalveiðar aftur bannaðar.

    Það er eingöngu eldra fólk sem borðar hval í dag, að öðru leiti þá selst þetta kjöt alls ekki á Íslandi eða í Japan.

    http://www.visir.is/sala-hvalkjots-er-i-uppnami/article/2009221831044

    http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/06/litid_selst_ur_landinu_af_hval/

  2. Ég mæli nú ekki með því að vitna í Greenpeace, hef ekkert gott að segja um þeirra starfsemi frekar en PETA og Sea Shepard

    Hins vegar get ég verið sammála þér að það hafi verið ljótt að gera það, að leyfa hvalveiðar, við lok stjórnarinnar. Þeir hefðu átt að vera löngu búnir að þessu

    Það að aðeins gamalt fólk sé það eina sem borði hvalkjöt (og hið sama fólk fari hvort eð er að kveðja okkur á næstunni svo það taki því ekki að byrja veiðar) er algjör goðsögn. Hvalkjöt er engu síðra en folalda-, lamba- og nautakjöt og það væri alls ekkert að því að borða hrefnusneiðar tvisvar í viku og yrði maður seint leiður á því

    Svo eru Japanir að kaupa kjötið af okkur! Eins og ég snerti á áðan eru Náttúruverndaröfgasinnar bara að ljúga þessu ofaní okkur eins og múkkar. Japanir senda hingað menn til að fylgjast með flensun og til að smakka kjötið – þetta gera þeir ekkert í gríni

    Kjötið selst allt

  3. Þetta er ekki Greenpeace, þetta er Hagstofa Íslands og síðan þetta erlenda fyrirtæki. Sem Greenpeace vitnaði reyndar í. Það hinsvegar breytir ekki þeirri staðreynd að núna eru mörg tonn af hvalkjöti inná frysti og fara hvergi.

  4. Sendu tölvupóst á Hval ehf sem er með þetta. Þetta er eina starfandi hvalveiðifyrirtækið á Íslandi. Mig grunar hinsvegar að það sé að fara á hausinn fyrr en síðar.

    Sá sem á það fyrirtæki er sjálfstæðismaður og aðili að LÍÚ.

  5. Geri það

    En ekki kaupa það að hvalkjötið seljist ekki til japans

    Grænfriðungar ljúga:
    http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/08/uppspuni_hja_graenfridungum/

    Og kjötið fer úr landi:
    http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/09/25/1_500_tonn_af_hval_til_japan/
    http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/02/thetta_eru_hrydjuverkamenn/
    http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/02/hefur_ekki_ahyggjur_af_kjotinu/

    Svo efast ég um að Hval ehf sé að fara á hausinn, þeir gátu lagt alla starfsemina í dvala yfir bannárin og vakið hana upp á ný þegar þeir fengu veiðileyfi. Ég hef engar áhyggjur af þeim

  6. Japanir veiða nóg fyrir sinn markað nú þegar. Þar er sama vandamál og á Íslandi. Yngra fólkið vill ekki hvalkjöt og eldra fólkið borðar það eingöngu. Þar er því sama staða kominn upp á Íslandi. Kjötið safnast inná frysta engum til gagns.

    Kristján Loftsson er maður sem ég mundi ekki treysta. Enda er þetta sérhagsmunamaður hinn mesti, sem hikar ekki við að ljúga ef svo ber undir.

    Þetta kjöt sem fór til Japans komst aldrei í sölu, endaði inná frysti eftir því sem ég kemst næst.

    Kristján Loftsson ætti að gera þjóðinni greiða og setjast í helgan stein. Hann hefur valdið henni nógum skaða eins og félagar hans í sjálfstæðisflokknum.

  7. Jájá, bara að passa að þetta fari ekki í vasann á Krissa Lofts en hins vegar ekkert að því að byggja upp fyrirtækið og stækka

    En ég endurtek, þetta kjöt selst

    En nú er ég bara að verða allur æstur! 😀 Ég verð að finna einn svona frystir og halda væna veislu!

    Þar að auki finnst mér gott að minnast á það, svona í lokin, að hvalkjöt er eitthvert besta kjöt sem fyrirfinnst í öllum hinum þekkta heimi… nenni ekki að finna eitthvað til að styðja mál mitt.
    Farðu nú að sofa kallinn, leiðinlegt að vita af þér sijandi svona langt frameftir á rökstólum.
    Góða nótt!

Lokað er fyrir athugasemdir.