Nýr öfgaflokkur til hægri stofnaður á Íslandi

Það er víst búið að stofna nýjan stjórnmálaflokk á Íslandi, sá flokkur hefur fengið nafnið Hægri Grænir og er jafn langt til hægri og sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt fyrstu athugun á stefnu skrá þeirra.

Í stefnu skrá Hægri Grænna, sem er að finna hérna er meðal annars þetta að finna.

HægriGrænir vilja sameina, selja eða leggja niður þær ríkisstofnanir sem eru óþarfar. Stórauka ríkissparnað og uppræta óþarfa eyðslu og spillingu í stjórnsýslunni, birtum og eyrnamerkjum allar upphæðir í fjárlögum . – „Birtum Báknið“

Skera upp herör gegn fátækt með endurmenntun, atvinnubótavinnu og matarkortakerfi. Hækka skattleysismörk í þrepum uppí 250.000 kr. HægriGrænir ætla að blása til sóknar undir slagorðinu „Mjór er mikils vísir“ og styðja við öll lítil og meðalstór fyrirtæki.

HægriGrænir vilja strax draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu; HægriGrænir segja: „NEI við ESB“

HægriGrænir vilja laga öll almenn rekstrarskilyrði fyrirtækja. Flatan skatt ásamt lækkun og afnámi ósanngjarnra skatta. Lækka tryggingargjöld fyrirtækja um helming. Taka upp fjármagnsfærsluskatt (TobinTax) og skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóðina. Taka af verðtryggingu í skrefum. Afnema flest gjaldeyrishöft. Festa gengi krónunnar við Bandaríkjadal eða körfu mikilvægustu gjaldmiðla. Lækka stýrivexti niður í 1%. Endurskoða aðkomu AGS að efnahagsmálum íslendinga. Stórauka framkvæmdir í landinu strax og styðja við alla íslenska framleiðslu. Vindorka ætti einnig að vera kostur í stöðunni. Skapa hagstætt skattaumhverfi fyrir íslensk og erlend hátækni fyrirtæki.

Feitletrun er mín!

10. HægriGrænir vilja 1% stýrivexti og 19% flatan skatt.

Ég mæli síðan með því að þeir sem vilja sjá meira af þessari vitleysu til að lesa alla stefnuskrána í heild sinni. Annars er þessi flokkur dæmigerður öfga-hægri flokkur, sem mun með tímanum þróast útí stjórnmálaflokk útlendingahaturs og fóbíu, eins og allir slíkir hægri flokkar hafa gert hingað til á Íslandi.

Síðan leysist þessi flokkur upp þegar hann fær ekki neinn þingmann á Alþingi, sem betur fer fyrir íslensku þjóðina sem hefur lítið þol gagnvart svona öfgafólki.

Frétt Rúv um þennan stjórnmálaflokk.

Hægri grænir stofna stjórnmálaflokk

2 Replies to “Nýr öfgaflokkur til hægri stofnaður á Íslandi”

  1. Líst vel á þennan flokk. Hvernig er það Jón, eru engir hægri flokkar í ESB? Er hægri ekki alveg jafn gott og vinstri? Hitler svipað góður gæi og Stalín? Satanistar jafn slæmir og Kristnir?

  2. gullvagninn, allir helstu hægri flokkar í Evrópu styðja ESB. Það eru eingöngu öfgastjórnmálaflokkar til hægri og vinstri sem eru á móti ESB.

    Ég ákvað því að taka viðmiðið miðað við það sem er að finna í Evrópu, og samkvæmt því er sjálfstæðisflokkurinn og þessi flokkur ekkert nema öfgaflokkur.

    Það sama gildir um Vinstri Græna.

Lokað er fyrir athugasemdir.