Samfélag tortryggninnar

Íslenskt samfélag hefur farið mjög slæma leið eftir efnahagshrun. Það er leið tortryggni og vantrausts. Slík leið er augljóslega ekki góð og mun ekki skila neinu góðu af sér nema hörmungum. Þrátt fyrir þessu augljósu sannindi þá er íslenskt samfélag ennþá á þessari braut. Ástæðan fyrir því afhverju íslenskt samfélag er á þessari braut er mjög einföld.

Íslensku samfélagi er ýtt útá þessa braut af hópum fólks sem sjá hag sinn í því að auka tortryggni hjá íslendingum. Svo að síðar geti þetta sama fólk komið og þóst vera hetjur. Á meðan raunveruleikinn er einfaldlega sá að þetta er fólkið sem lagði allt í rúst á Íslandi og í reynd gerði landið gjaldþrota með ábyrgðarlausri hegðun sinni og stjórnun.

Ef íslendingar leggja sjálfir samfélagið í rúst uppá sínar eigin spýtur. Þá er alveg ljóst að íslendingar munu tapa sjálfstæði sínu og fullveldi.

2 Replies to “Samfélag tortryggninnar”

  1. Ég hef því miður þurft að ritskoða athugasemdina eftir notandan sem kallar sig hérna Grænmeti. Enda fór umrædda athugasemd út fyrir allt velsæmi að mínu mati.

Lokað er fyrir athugasemdir.