Tilgangslaus kæra og málsókn vegna rafsegulsviðsgeislunar

Það er alltaf hörmulegt að heyra af fólki sem fær hvítblæði. Hvort sem það er ungt eða gamalt. Það er hinsvegar alveg tilgangslaust hjá fólki að kenna einhverju saklausu í umhverfinu um það þegar fólk fær hvítblæði. Þá er ég sérstaklega að tala um rafsegulsvið og annað slíkt.

Það er nefnilega þannig að rafsegulsvið veldur ekki hvítblæði, og hefur aldrei gert. Hérna (pdf) er fræðsluefni Geislavarna Ríkisins um rafsegulsvið frá spennistöðvum. Hérna er síðan listi yfir greinar á vef Geislavarna ríkisins. Hérna er ennfremur vefsíða, þar sem farið yfir það afhverju rannsóknir hafa sýnt fram á það að rafsegulsviðs geislun tengist ekki því að hvítblæði komi upp, eins og margir halda fram í dag.

Kæra þessa manns sem hérna ræðir um í frétt Stöðvar 2 er því gagnlaus. Þar sem hann hefur ekkert til þess að rökstyðja mál sitt, og er í reynd bara að sóa tíma réttarins, og sínum eigin tíma og peningum í dómsmál sem mun eingöngu skila honum tapi fyrir dómstólum.

Frétt Vísir.is

Foreldrar stúlku með hvítblæði ætla að kæra Orkuveituna