Sjálfstæði Íslands og ESB aðild

Það er ýmsu haldið fram þegar sjálfstæði Íslands og hugsanleg ESB aðild Íslands er rædd. Andstæðingar ESB aðildar Íslands halda því gjarnan fram að við inngöngu í ESB, þá muni íslendingar tapa sjálfstæði sínu yfir öllum sínum málaflokkum og utanríkismálum. Ekkert er fjarri sannleikanum. Ein af grunnstoðum ESB samstarfsins er sú að aðildarríkin séu sjálfstæð og hafi sjálfsforræði á sínum málum. Það er hinsvegar einnig staðreynd að við aðild Íslands að ESB (ef að henni verður) þá munu íslendingar deila fullveldi sínu með öðrum þjóðum í Evrópu. Slíkt þarf ekki að vera neikvætt, eins og margir halda fram. Þar sem að samanlegt fullveldi ríkja Evrópu hjálpar þessum ríkjum að ná fram niðurstöðu sem hentar þeim á alþjóðasviðinu, og tryggir jafnframt traustri og betri niðurstöðu ef hvert og eitt ríki hefði verið að vinna í þessum sömu málum eitt og sér.

Í staðinn fyrir að deila fullveldi sínu. Þá fá aðildarríki ESB fulltrúa í lagsetningarvaldi ESB. Eins og gefur að skilja þá eru þessir fulltrúar misjafnlega margir eftir stærð aðildarríkjanna. Í tilfelli Íslands þá yrðu tölunar svona, íslendingar mundu fá sex evrópuþingmenn á Evrópuþingið, íslendingar mundu fá fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB, síðan fá íslendingar ráðherra í Ráðherraráð ESB og jafnframt þrjú atkvæði innan þess (sama og Malta).

Tölur um fjölda evrópuþingmanna, fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB og í Ráðherraráðs ESB virðast ekki vera miklar, og hafa andstæðingar ESB á Íslandi oft notað það til þess að færa rök fyrir meintu áhrifaleysi íslendinga innan ESB. Sá starfsháttur ef hafður innan ESB að Evrópuþingu, Framkvæmdastjórninni og Ráðherraráðinu er skipt niður eftir þingflokkum frekar en löndum. Þannig að sameiginlegar skoðanir eigi sé einn grundvöll, en ekki eftir ríkjum endilega. Þó eru auðvitað mörg mál rædd útfrá grundvelli ríkjanna sjálfa ef svo ber undir.

Það er alveg ljóst að ef íslendingar gerast aðildar að ESB þá munum við hafa mikið að segja um stefnu ESB eins og önnur aðildarríki. Það er hinsvegar alveg ljóst að hálfu annara ESB ríkja yrði þess krafist af okkur að íslendingar hagi sér á ábyrgan hátt, og taki þátt í evrópusamstarfinu sem er ESB af fullri alvöru og með allri þeirri ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í slíku samstarfi. Slíkt mundu íslendingar gera sem sjálfstæð og fullvalda þjóð innan Evrópu.