Kerfiskallar sem bera enga virðingu fólki og mannvirkjum

Það er eitt með stjórnsýsluna á Íslandi sem er alveg bókað. Það er sú staðreynd að fólk innan stjórnsýslunar á Íslandi virðist ekki bera virðingu fyrir neinu. Hvorki almenningi eða fornum húsum. Núna er verið að rífa merkar stríðsminjar í Reykjavík vegna þess að húsfriðunarlög ná ekki yfir umrædd lög.

Skoðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur á stríðsminjahúsum má lesa hérna fyrir neðan.

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, segir húsafriðunarlög aðeins ná yfir hús sem byggð eru fyrir árið 1918 og þau sem ráðherra hafi friðlýst. Hvorugt eigi við um gamla flugturninn, auk þess sem hann telji viðbygginguna ekki hluta af turninum.

Þarna kemur fram algert virðingarleysi fyrir sögunni og umræddum byggingum. Ennfremur kemur þarna fram alger skortur á sögulegu samhengi hlutanna og hvað svona hús þýða fyrir sögu íslensku þjóðarinnar. Svona hús ber að varðveita enda merkur hluti af sögu íslensku þjóðarinnar. Því miður er þetta ekki eina húsið sem hefur fallið fyrir svona hugsun á Íslandi, og mikivæg saga tapast í kjölfarið.

Mitt ráð varðandi þennan bygginarfulltrúa er það að hann verði rekin hið snarasta og manneskja ráðin sem hefur vit á þessu og ber virðingu fyrir sögu þjóðarinnar.

Frétt Stöðvar 2.

Stríðsminjar rifnar án samráðs við minjavernd