Íslendingar flytja frá Íslandi

Það má sjá í fréttum Rúv núna í kvöld að íslendingar flytja í stöðugt meiri mæli frá Íslandi. Þetta er þróun sem allir íslendingar ættu að hafa áhyggjur af. Það er aftur á móti staðreynd að þetta ástand er hinsvegar íslendingum sjálfum að kenna. Enda virðist ekki vera neinn vilji í samfélaginu hjá íslendingum til þess að breyta þessu og gera samfélagið þægilegt og gott til þess að búa í.

Hinsvegar er það einnig staðreynd að samfélög þola bara ákveðið mikla fólksflutninga af þessari tegund eins og þeir fólksflutningar sem íslendingar verða núna fyrir. Á ákveðnum tímapunkti verða fólksflutningar einfaldlega of miklir og valda því að samfélagið hrynur. Þetta hefur gerst margoft í sögunni hjá þjóðum, alltaf hefur hefur þetta orsakað samfélagslegt hrun.

Hinsvegar er staða þeirra sem flytja frá Íslandi í dag mjög skiljanleg. Staðan er mjög slæm á Íslandi og fer versnandi með hverjum deginum. Staðan er einfaldlega orðin þannig fyrir margt fólk að hefur ekki efni á því að búa á Íslandi og hefur því ekki neinn annan kost en að flytja frá Íslandi.

Ég er orðinn einn af þessum íslendingum og mun flytja frá Íslandi snemma á næsta ári. Enda fer staðan eingöngu versnandi þessa dagana með nýrri hrinu af verðhækkunum á nauðsynjavöru. Núna tala jafnvel framleiðendur lambakjöts um að verð munu hækka á þeirri vöru vegna hugsanlegs mikils útflutnings á lambakjöti eins og varð raunin með fiskinn sem íslendingar veiða og flytja út og selja ódýrt á erlendum mörkuðum, en selja hinsvegar svo dýrt á innlendum markaði að fáir hafa efni á því að kaupa matvöruna.

Það er alveg augljóst að enginn vill búa í svoleiðis samfélagi til frambúðar. Þetta gildir líka um mig eins og svo marga aðra íslendinga.

Frétt Rúv.

7500 flytjast af landi brott

Fréttinar af verðhækkunum á Íslandi.

Myllan hækkar verð á brauði (Rúv.is)
Neytendur finni fyrir fóðurhækkunum (Rúv.is)
Lambakjöt mun hækka í verði (mbl.is)
Lambakjöt mun hækka í verði. (Landssamband Sauðfjárbænda)
Mikil aukning í sölu lambakjöts (Rúv.is)

2 Replies to “Íslendingar flytja frá Íslandi”

  1. Það væri nú ekki úr vegi ef einhver rifjaði upp fyrir landslýðnum hvað gerðist á Nýfundnalandi…

    Hvert ætlarðu annars að flytja í byrjun næsta árs, ef mér leyfist að spyrja?

Lokað er fyrir athugasemdir.