Það var víst kosið eftir flokkslínum á Alþingi í gær

Það skiptir afskaplega litlu þó svo að allir stjórnmálamenn allra stjórnmálaflokka haldi því fram að ekki var kosið eftir flokkslínum á Alþingi í gær. Staðreyndin er nefnilega sú að það var kosið eftir flokkslínum í þessari atkvæðagreiðslu á Alþingi.

Eina ástæðan fyrir því að framsóknarflokkurinn og Hreyfingin kaus eins og þau gerðu er mjög einföld. Enginn af þeirra flokksmönnum var á umræddum ákærulista sem lá fyrir Alþingi varðandi ráðherraábyrgð. Ef að þeirra fólk hefði verið þarna, þá hefðu þessir flokkar kosið eftir flokkslínum.

Sjálfstæðisflokkurinn slær um sig og hafnaði öllum ákærum Alþingis. Það er þó bara svona auglýsingabragð hjá þeim, og í hinn kantinn bragð til þess að fá ekki alla ná-hirðina upp á móti sér (Davíð Oddsson ofrv). Hvort að það hafi tekist á eftir að koma í ljós á næstu dögum og vikum. Staðreyndin er hinsvegar sú að sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki taka neina ábyrgð á flokksmönnum sínum og ráðherrum. Það sama gildir um samfylkinguna, sem kaus staðfastlega á móti því að fyrrverandi ráðherrar þess flokks bæru ábyrgð á gjörðum sínum fyrir dómi, sem þá annaðhvort dæmi sekt eða sakleysi.

Það er einnig með vinstri græna. Þeirra flokksmenn voru ekki á þessum ákæraendalista Alþingis í gær og réðist atkvæðagreiðsla þeirra alveg út frá því sjónarmiði. Atkvæði þeirra á Alþingi í gær hafði ekkert með réttlætiskennd vinstri grænna að gera.

Það er augljóst á atburðum gærdagsins að Alþingi er gagnlaust stofnun eins og það er rekið í dag og enginn þar vill bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Gildir þá einu hvar í stjórnmálaflokki viðkomandi stendur. Stjórnmál án ábyrgðar leiða yfir sig hörmungar og leiðindi eins og íslendingar þekkja mjög vel í dag. Ef íslendingar taka sig ekki á og breytast á næstunni. Þá er alveg eins gott að hætta þessu basli og afnema stjórnarskrána að hætti Nýfundalands og biðji Danmörku um að taka aftur við stjórninni hérna á Íslandi. Það er nefnilega ekki mikið annað eftir hjá íslendingum ef allt fer á versta veg hérna á landi.