Af ritskoðunum bloggara og fólk sem þolir ekki gagnrýni

Ég var að henda inn athugasemd inná bloggið hjá Stefán Friðrik Stefánsson, sem er ofurbloggari og maður hægra íhaldssins (Sjálfstæðisflokksins, þarna kallana sem vilja selja land og þjóð fyrir skyndigróðan). Þegar ég ýti á senda takkan í athugasemdum, þá fæ ég þessi „skemmtilegu“ (þ.e þetta þýðir, á mannamáli, „eins gott fyrir þig að vera sammála mér, annars..“) skilaboð upp.

Athugasemdin birtist eftir að höfundur færslunnar hefur samþykkt hana.

þetta í stuttu máli þýðir að maðurinn ritskoðar allar athugasemdir áður en hann samþykkir þær og athugsemdin birtist. Þetta er auðvitað frábær leið til þess að sleppa því að birta athugsemdir sem viðkomandi aðili hefur ofnæmi fyrir (t.d gagnrýni) og annað í þeim dúr.

Eini þjóðflokkurinn sem ég veit um sem eru verri en Sjálfstæðismenn í að þola ekki gagnrýni, eru framsóknarkindunar, en hjá mörgum framsóknarbloggurum (t.d einum þingmanni Framsóknarflokksins á blog.is) þar er bara algerlega bannað að vera með athugasemdir á þeirra færslur. Þar fyrir utan þá eru nokkrir sérvitringar sem stunda svipaða ritskoðun á sínum bloggum, t.d nokkrir bloggarar VG og feminstar.

Ef að fólk þolir ekki gagnrýni á sýnar skoðanir, sem það birtir opinberlega (blog.is er opinbert plagg, sem og aðrar bloggsíður sem eru opnar öllum). Þá er eins gott fyrir viðkomandi að sitja heima og halda kjafti.

One Reply to “Af ritskoðunum bloggara og fólk sem þolir ekki gagnrýni”

  1. NÁÁÁÁKVÆMLEGA Jón. Ég er algjörlega sammála þér í þessu. Það er varla hægt að orða þetta mikið betur.

Lokað er fyrir athugasemdir.