Andstæðingar ESB á Íslandi halla sér að Bandaríkjunum

Það er áhugaverð staðreynd að meðan andstæðingar ESB á Íslandi berjast gegn ESB aðild Íslands. Þá vilja þeir fríverslunarsamning við Bandaríkin. Enda vilja margir af þessum þingmönnum að Ísland gangi í NAFTA (ég fjallaði um það hérna).

Það er ennfremur ýmislegt rangt hjá þessum þingmönnum (kemur ekkert á óvart). Hérna er dæmi.

Tollfrjáls aðgangur að einum stærsta markaði heims, Bandaríkjamarkaði, sé mjög mikilvægur í þessu sambandi. Þingmennirnir segja að með tilkomu fríverslunarsamnings við Bandaríkin myndu bandarískar vörur lækka í verði til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og fyrirtæki. Sóknarhagsmunir Íslands liggi í því að tryggja greiðan aðgang að Bandaríkjamarkaði fyrir útflutningsvörur, sérstaklega fiskafurðir og iðnaðarvöru.

Stærsti markaður heims er innri markaður ESB. Enda er ESB stærsta viðskiptablokk í heiminum núna í dag og er mun stærri en Bandaríkin í því tilliti. Við aðild Íslands að ESB þá yrðu evrópskar vörur tollfrjálsar á Íslandi og mundu lækka mikið. Vörur frá Bandaríkjunum mundu einnig lækka í verði. Enda hefur ESB margþætta og viðamikla viðskiptasamninga við Bandaríkin í dag. Hérna er vefsíða ESB um samskipti ESB og BNA.

Þingmennirnir telja að hagur Bandaríkjamanna yrði einkum sá að þeir gætu nýtt Ísland sem umskipunarhöfn fyrir flutninga á Evrópumarkað. Lega landsins gæti þannig orðið til þess að Ísland yrði milliliður fyrir viðskipti milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu. Þá gæti einnig orðið hagkvæmt að flytja hálfunnar vörur frá Bandaríkjunum til Íslands, fullvinna þær hér á landi og selja í öðrum Evrópulöndum.

Þetta hérna er ennfremur rangt hjá umræddum þingmönnum. Bandaríkjamenn sigla einfaldlega beint til Evrópu. Þeir láta sér ekki einu sinni detta það í hug að stoppa á Íslandi. Enda er slíkt tímasóun og sóun á fjármagni að gera slíkt. Það mætti halda að þetta fólk hafi ekki haft fyrir því að skoða landakort nýlega.

Ennfremur er augljóst að þetta er ekki hægt. Það er engin aðstaða til staðar fyrir slíkt á Íslandi, og ennfremur engin afkastageta til slíks eða mannafli fyrir slíka vinnslu á Íslandi.

Þessi þingsályktunartillaga Ásmundar Einars og annara þingmanna sem standa að henni er bæði heimskuleg og sóun á tíma Alþingis og á heima í ruslatunnu á Alþingi. Enda liggur fyrir að Bandaríkin hafa engan áhuga á því að gera svona fríverslunarsamninga við Ísland á þeim grundvelli sem þarna er lagt til að verði gert. Það er ennfremur ljóst að þetta er ekki ný hugmynd sem er hérna á ferðinni. Hérna (mbl.is) er grein frá árinu 1994 um sömu hugmynd. Reyndar virðist sem svo að þessi þingsályktunartillaga hafi áður verið lögð frá á Alþingi fyrir löngu síðan.

Fréttir af þessu.

Vilja viðræður um fríverslunarsamning við BNA (Vísir.is)
Vilja geta selt hingað landbúnaðarvörur (Vísir.is)