Ásmundur Einar formaður Heimssýnar og þingmaður VG endurtekur gamlar lygar

Það er augljóst að Ásmundur Einar heldur að hann komist upp með það aftur að ljúga að fólki í gengum fjölmiðla. Þessi frétt virðist aðeins reyndar fá að birtingu í einum fjölmiðli. Sá fjölmiðill er Morgunblaðið sem er stjórnað af helsta andstæðingi ESB á Íslandi. Manni að nafni Davíð Oddsson.

Það sem er þó merkilegast í þessu öllu saman er sú staðreynd að Ásmundur Einar hefur ekki ennþá lagt fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Ekki ein einasta sönnun til þess að þetta hafi raunverulega átt sér stað, eða þá að þessar hótanir hafi komið með SMS-um eins og Ásmundur Einar heldur fram í fjölmiðlum. Ef að Ásmundur Einar hefur sönnunargögn þá á hann að leggja þau fram án tafar. Sérstaklega í ljósi þess að slíkt mundi aðeins styrkja stöðu hans á Alþingi og í þjóðfélagsumræðunni.

Ég er hinsvegar á þeirri skoðun að engar staðreyndir munu koma fram. Heldur munum við sjá fleiri svona fullyrðingar og engar staðreyndir til þess að staðfesta umræddar fullyrðingar.

Frétt Morgunblaðsins.

Segir að ráðherra hafi verið hótað embættismissi (mbl.is)

Frétt Rúv.is

Sjávarútvegsráðherra hótað (Rúv.is)

Texti uppfærður klukkan 01:23 þann 12. Nóvember 2010.