Hrokinn í Jóni Bjarnarsyni, sjávar og landbúnaðarráðherra er yfirgengilegur

Það er augljóst á yfirlýsingum Jóns Bjarnarsonar Sjávar og Landbúnaðarráðherra að hann er hrokagikkur og ekkert annað. Hæst ber þá þessa hérna yfirlýsingu hjá honum í fréttum Rúv núna í kvöld.

Sjávarútvegsráðherra segir að Evrópusambandið hagi sér eins og nýlenduveldi og beiti Íslendinga yfirgangi í makrílviðræðum við Ísland. Afstöðu Norðmanna til veiðanna segir hann tilkomna vegna hræðslu þeirra við að Íslendingar gangi í ESB, en það standi hreint ekki til.

Feitletrun er mín. Þarna er Jón Bjarnarson búinn að ákveða að íslendingar gangi ekkert í ESB. Þetta er auðvitað ekkert annað en hámark hrokans að koma með svona yfirlýsingar í fjölmiðlum á Íslandi. Það er ennfremur ljóst að svona yfirlýsingar skemma samningsstöðu íslendinga varðandi makrílinn ef að hann tekur upp á því að ganga aftur í íslenska lögsögu (sem þarf alls ekkert að gerast á ný).

Það er ennfremur ljóst að Jón Bjarnarson hefur engann áhuga á því að semja við ESB, Færeyjar og Noreg varðandi veiðar í makrílnum. Sérstaklega í ljósi þeirra yfirlýsinga sem hann kemur með í fjölmiðlum á Íslandi og eru augljóslega ætlar til þess að slá pólitískar keilur.

Frétt Rúv.

„ESB beitir Íslendinga yfirgangi“