Upplýsingar og samsæriskenningar andstæðinga ESB á Íslandi

Það er margt undarlegt sem kemur fram í umræðunni um ESB á Íslandi. Sérstaklega í ljósi þess að mikið af því sem sagt er um ESB á Íslandi er meira í ætt við goðsagnir heldur en staðreyndir. Það er staðreynd að engin af þeim fullyrðingum sem viðhöfð er um ESB og auðlyndir hefur staðist og andstæðingar ESB á Íslandi hafa ekki getað bent á eitt einasta dæmi máli sínu til stuðnings frá upphafi.

Það sem er þó áhugaverðast við andstæðinga ESB á Íslandi er sú staðreynd að þeir virðast eingöngu sækja upplýsingar til fólks sem stundar ekkert annað en dreifa út röngum upplýsingum um ESB og Bandaríkin. Flest af þessu fólki stundar samsæri sem kallast „new world order“ og tengdum samsæriskenningum. Þessar samsæriskenningar eru auðvitað ekkert annað en tómt bull frá upphafi til enda og byggja ekki á neinu öðru en ímyndunarafli fólks og paranoju. Enda hefur þetta fólk ekki neinar sannanir fyrir þeim fullyrðingum sem það kemur með, og flest af þessu fólki er bara að þessu fyrir athyglina eina saman.

Það virðist sem að andstæðingar ESB á Íslandi séu hluti af þessum hóp. Enda eru þær fullyrðingar sem komið hafa frá andstæðingum ESB undanfarna mánuði og ár ekkert annað nema samsæriskenningar og bull. Undanfarið hefur hinsvegar orðið formbreyting á þessum áróðri andstæðinga ESB á Íslandi og núna virðst áróðurinn nær eingöngu byggja á efni frá erlendum samsæriskenningavefsíðum og öðrum tengdum miðlum. Einnig sem að þetta fólk vitnar oft í bresku slúðurpressuna máli sínu til stuðnings.

Í nýlegri grein Samtaka Fullveldissinna á Íslandi er vísað í eina svona samsæriskenningavefsíðu. Þarna er reyndar verið að vísa í frétt breska slúðurblaðsins Daily Mail, eins og gefur að skilja þá er sannleiksgildi þessar fréttar ekkert. Þessi samsæriskenningavefsíða sem þarna er vísað í er með „fréttir“ eins og þessa hérna, „China Fired Missile seen over California Coast„. Byggir þessi „frétt“ á ekki neinu nema skrifum annars samsæriskenningasmiðs, sem væntanlega skáldaði þetta rugl upp til þess að getað selt fólki þessa vitleysu.

Í umræðunni um ESB á Íslandi er mikilvægt að fólk athugi hversu traustar upplýsingar það er að lesa. Sérstaklega í ljósi þess að andstæðingar ESB á Íslandi virðast vera alls óhræddir að nota rangar upplýsingar og oft á tíðum hreinan skáldskap þegar þeir fullyrða eitthvað um ESB í bloggfærslum. Þetta hefur reyndar verið svona á Íslandi í mörg ár núna og hafa margar ranfærslur og lygar komið fram um ESB sem ekki hafa verið leiðréttar hingað til.

Ráð mitt er mjög einfalt. Ekki treysta því sem andstæðingar ESB á Íslandi segja um starfsemi ESB. Það eru allar líkur til þess að það sé einfaldlega rangt og eigi ekki við rök að styðjast. Það er einfalt að kanna málið með aðstoð Google eða á vefsíðu ESB. Einnig sem að sendinefnd ESB á Íslandi er með góðar upplýsingar um ESB á íslensku.