Botninn dottin úr málflutningi andstæðinga ESB á Íslandi

Núna er botninn endanlega dottin úr málflutningi andstæðinga ESB á Íslandi. Enda virðist það sem svo að forsætisráðherra Rússlands vilji stofna til sameiginlegs myntbandalags á milli Rússlands og ESB ríkjanna. Þetta eru þó auðvitað ekkert annað en hugmyndir hjá Pútin sem eru kannski óraunhæfar eins og staðan er í dag. Hinsvegar er ljóst að þessi orð Pútíns gætu markað upphafið að stefnubreytingu Rússlands gagnvart ESB til lengri tíma litið. Hvernig sú stefnubreyting mun koma fram í framkvæmd verður bara að koma í ljós seinna. Enda er erfitt að ráða í stjórnmálaástandið innan Rússlands á tímum vegna þeirra vandamála sem þar eru til staðar í dag.

Tilvitnanir úr erlendum fréttum af þessu.

BERLIN, Nov. 26 (Xinhua) — Russian Prime Minister Vladimir Putin said on Friday he was confident for the euro and Russia and Europe may join single currency someday in the future during his visit to Germany.

[…]

Putin emphasized the importance of strengthening the cooperation between Russia and the European Union (EU), saying „a rapprochement between Russia and Europe is inevitable, if we want to be successful and competitive.“

„Can we assume that Russia together with Europe will one day be in a single currency zone? I can assume that,“ he said.

Tekið héðan.

Ráðamenn í Þýskalandi og væntanlega innan ESB taka auðvitað varlega í þessa hugmynd eins og von er á. Það kemur til vegna sögunar og samskipta þessara landa við Rússland á undanförnum áratugum. Það er ennfremur ljóst að það er mjög langt þangað til að þetta breytist frá hugmyndum yfir í raunveruleika. Það munu að minnsta kosti líða margir áratugir þangað til að eitthvað gerist á þeim nótum sem Putin er að tala um.

BERLIN — Russian Prime Minister Vladimir Putin toned down Friday his enthusiasm for a vast EU-Russia free trade zone after German Chancellor Angela Merkel gave his proposals a cool reception in Berlin.

„A free trade zone is a complex, very complicated issue requiring thorough consideration,“ Putin said after a visit to Germany that saw him meet Merkel as well as German business leaders.

[…]

Tekið héðan.

Það er þó alveg augljóst að ráðamenn í Rússlandi eru búnir að átta sig á þeirri staðreynd að ESB er ekki að fara neitt og er með öflugt hagkerfi sem þeir gætu notið góðs af með hagstæðum samningum. Ég sé þó ekki fyrir mér að Rússland verði aðildarríki að ESB á næstu áratugum vegna stöðu mála innan Rússlands. Það þarf nefnilega mikið að breytast innan Rússlands og ESB áður en slíkt yrði raunveruleiki.

Þetta er hinsvegar augljóst merki þess andstæðingar ESB á Íslandi eru gjörsamlega sambandslausir í sínum málflutningi og fullyrðingum þegar það kemur að ESB, Evrunni og starfsemi þess í Evrópu. Þetta er ennfremur merki þess að það er orðið nauðsynlegt fyrir íslendinga að ganga í ESB sem fyrst og eftir eðlilegar samningaviðræður á milli Íslands og ESB.

Erlendar fréttir af þessu.

Putin backtracks on EU-Russia free trade zone (Google AFP)

Putin signals Russia may adopt single currency with Europe in future (Xinhua)

Putin Chides E.U. Over Energy Policies (The New York Times)