Þegar börn eru notuð til þess að stela

Á eftirtöldu myndbandi má sjá eftirfarandi (ég er búinn að taka afrit af þessu myndbandi af vef youtube).

Nr 1: Fullorðin karlmaður með tvö drengi kemur inn í bakaríið. Á borðinu næst öryggismyndavélinni er að finna rúmlega 40.000 kr Nokia farsíma, einnig á borðinu eru lyklar og kókómjólk. Þegar þarna er komið við sögu í öryggismyndbandinu þá er starfsmaðurinn að afgreiða aðra viðskiptavini. Maðurinn tekur eftir farsímanum eftir að hafa skimað bakaríið á fljótlegan hátt eftir verðmætum.

Nr 2: Maðurinn lætur eldri drenginn setjast við borðið þar sem farsíminn er, takið eftir að nóg er af tómum borðum í bakaríinu. Þegar maðurinn lætur eldri drenginn setjast við borðið þá ýtir hann hljóðlega farsímanum undir blað sem þarna er á borðinu og felur verknaðinn með kókómjólk sem er á borðinu. Þetta gerir maðurinn viljandi og á þann hátt að enginn tekur eftir því. Sérstaklega ekki stelpan sem er að afgreiða og á farsímann sem þarna um ræðir. Þetta sést mjög augljóslega á öryggismyndbandinu.

nr 3: Þegar farsíminn er kominn undir blaðið þá fer faðir drengjanna og truflar afgreiðslukonuna og tryggir að hún sé upptekin og geti ekki passað upp á eigur sínar (farsímann). Á meðan þessu fer fram þá tekur drengurinn við borðið farsímann undan blaðinu og setur hann í miðju blaðsins og breiðir yfir. Á meðan þessu fer fram þá dreifir faðirinn athygli afgreiðslukonunar þannig að hún sér ekki hvað fer fram þar sem farsíminn hennar er á borðinu. Tilgangurinn er einnig sá að koma í veg fyrir að þessi þjófnaður uppgötvist af starfsfólkinu og að það átti sig ekki á því hver stal farsímanum af borðinu.

Nr 4: Þegar farsíminn er kominn í miðju blaðsins þá breiðir drengurinn blaðið yfir og síðan stingur hann hendinni eldsnöggt hendinni undir blaðið og setur farsímann í vasann hjá sér. Þegar drengurinn er kominn með farsímann í vasann hjá sér þá lætur hann föður sinn vita og þeir stinga af úr bakaríinu (sést mjög vel). Takið eftir því hvernig afgreiðslustelpan fer á bak við til þess að leita af einhverju fyrir manninn, þegar hún kemur síðan fram með það sem hún var leita af þá er maðurinn á bak og burt með farsímann. Afgreiðslukonan sem er nær hurðinni tekur ekki eftir þessu, enda er hún upptekin við að afgreiða.

Yfirlýsingar þess efnis að þetta hafi allt verið misskilningur eru tóm þvæla. Þar sem tilgangur heimsóknar þessa manns í bakaríið var ekki að versla. Heldur til þess að ræna verðmætum af borðum fólks. Þar sem hérna er um að ræða mjög vel skipulagðan vasaþjófnað að ræða á eigum fólks. Þetta hefði átt að kæra án undantekningar af eiganda bakarísins eða af eiganda farsímans sem var stolið. Enda eru sönnunargögnin öll á öryggismyndabandinu og sést mjög vel hvað fer þar fram. Barnaverndaryfirvöld eiga einnig að skipta sér af þessu máli. Enda er augljóst að föðurinn notar drengina til þess að stela verðmætum og gerir það á mjög virkan og skipulagðan hátt.

Afsakanir eru gjörsamlega ómerkilegar í þessu máli. Enda kemur þessi afsökun eingöngu fram vegna þess að maðurinn var gómaður við að stela farsímanum. Ég reikna fastlega með því að maðurinn stundi þessa iðju reglulega í Reykjavík.

Öryggismyndbandið.

Fréttir af þessu máli.

Símaþjófurinn fundinn: Baðst afsökunar (Vísir.is)
Gsm síma stolið í bakaríi: Þjófurinn fundinn í kjölfar birtingar á Youtube (Dv.is)

Uppfært klukkan 13:49 UTC þann 11 Janúar 2011: Myndbandið er núna hýst á mínum youtube aðgangi. Þar sem barnaheill virðist vera í herferð gegn öllum þeim sem birta þetta myndband á vefnum. Ég neita að lúta ritskoðun barnaheilla vegna þess að það sé ekki barninu til heilla. Það er ennfremur alveg ljóst að það er ekki barninu til heilla að vera hjá föður sem kennir því að stela og vera óheiðarlegt eins og þarna á sér stað. Á meðan barnaheill gera ekkert í þessu máli, eða koma því áfram til lögreglunar. Þá ætla ég að sjá til þess að fólk átti sig á þeirri staðreynd að það eru til foreldrar sem nota börn sín í svona hluti eins og hérna sjást.

5 Replies to “Þegar börn eru notuð til þess að stela”

  1. Ég sá myndbandið á einum fjölmiðli. En ég horfði aftur á það hér, og þá tók ég eftir því að eftir að faðirinn hefur sagt drengnum að setjast, þá setur strákurinn síman inní blaðið hægra megin séð frá mínu sjónarhorni. Vefur blaðinu saman, leggur það aftur frá sér og snýr því í hina áttina, þannig að blaðið með síman inní er komin vinstra megin og stráksi á betur með að setja síðan gsm-inn í vasann sinn án þess að til hans sjáist.

    Mér finnst þetta vera eins og frekar útpælt allt. En sveiattan að ala börnin svona upp.

    Nú spyr ég: „Ætli hann sé búinn að stela meira og þá öðru en gsm og nota börnin…?“ Ég er rosalega hissa, þessu átti ég ekki von á að sjá, og vona að ég komi aldrei til með að sjá svona lagað aftur.

  2. Vinsamlega fjarlægðu þetta myndband, það er ekki til hagsbóta fyrir barnið sem í hlut á að þessu sé dreift á vefnum. Lögreglan er sá aðili sem á að rannsaka svona mál.

    1. Þetta er ekki minn aðgangur á youtube þar sem þetta myndband er hýst, þannig að ég get ekki fjarlægt þetta myndband af youtube. Ég mun ennfremur ekki fjarlæga þetta myndband af minni vefsíðu (tilvísunina í myndbandið) vegna þess að það er mín skoðun að þetta þurfi að sjást.

      Enda er faðirinn að brjóta á rétti barnsins á mjög svo grófan hátt og það er gjörsamlega óþolandi að yfirvöld skuli ekki gera neitt í þessu. Enda hefur ekki komið neitt annað í fjölmiðlum en það að þessi maður hafi sloppið frá þessu máli án nokkura eftirmála.

  3. Myndbandið er farið af youtube. Bakaríið sá líka að það væri ekki barninu fyrir bestu að allir gætu séð þetta. Þetta er lögreglumál og barnaverndarmál. Málið er í vinnslu hjá yfirvöldum. Dómstóll götunnar hefur ekkert með þetta að gera. Þú segir að það sé verið að brjóta á rétti barnsins og er það rétt. Það er líka brot á rétti barnsins og persónuverndar að birta þetta myndband.

    1. Hérna er enginn dómstóll götunar, ég rek ekki svoleiðis stefnu. Það er hinsvegar stefna hjá mér að birta upplýsingar sem mér finnst skipta máli og að mínu mati þá skiptir þetta máli.

      Sérstaklega í ljósi þess að ólíklegt er að nokkuð verði gert í þessu máli þar sem að þjófurinn baðst „afsökunar“ á þessum þjófnaði.

      Myndbandið er ekkert farið af youtube. Þrátt fyrir tilraunir ykkar til þess að ritskoða þetta myndband af internetinu. Hvað persónuverndar sjónarmið varðar, þá er vert að benda á þá staðreynd að persónuverndarlög ná ekki yfir þetta. Þú getur alveg sagt hitt og þetta. Ég hinsvegar kaupi ekki hvaða fullyrðingu sem er og ég hef kynnt mér persónuverndarlög. Ég mæli með því að þú gerir það líka. Þú getur gert það hérna, http://www.althingi.is/lagasofn/nuna/2000077.html

      Þarna er ennfremur enginn nafgreindur eða gerður greinarlegur með neinum hætti. Upplausn myndbandsins er ennfremur slík að illa er hægt að sjá hverjir þetta eru. Þó reikna ég fastlega með því að á upprunalega myndbandinu sé upplausinin nægjanleg til þess að sjá hver er þarna á ferðinni.

      Ég hef ennfremur ekki séð neinar fréttir sem benda þess að maðurinn hafi verið kærður fyrir þennan þjófnað sem þarna átti sér stað, eða þá að barnaverndaryfirvöld hafi gert nokkurn skapaðan hlut í málinu. Svona mál rata nefnilega fljótt í fréttir ef eitthvað gerist í þeim.

Lokað er fyrir athugasemdir.