Íslendingar eru innan sinna eigin tollmúra

Það er staðreynd að Evrópuandstæðingar (nei-sinnar) tala mikið um hinn meinta tollmúr sem íslendingar munu þurfa að þola ef þeir ganga í ESB. Staðreyndin er hinsvegar sú að íslendingar búa nú þegar við gífurlega tollmúra að þeirra eigin höndum. Margir hafa ennfremur haldið því fram að hægt sé að afnema þessa tollmúra með einu pennastriki. Ekkert er fjær sannleikanum, enda geta íslendingar ekki fellt niður tolla til Íslands einhliða eins og fullyrt hefur verið af Evrópuandstæðingum (ESB andstæðingum, líka kallaðir nei-sinnar).

Það sem evrópuandstæðingar á Íslandi tala aldrei um er hver borgar fyrir þá tollmúra sem íslendingar hafa reist. Það er nefnilega almenningur sem borgar fyrir þessa tollmúra með óhagstæðara verðlagi en í nágrannalöndum, en flest nágrannalönd Íslands (nema Noregur, sem er með sama tollmúravandamál) eru nú þegar aðildar að Evrópusambandinu og njóta því þess að getað stundað tollfrjáls viðskipti við hvert annað á jafnréttisgrundvelli innan tollabandalags Evrópusambandsins.

Staðreyndin er ekkert flókin. Evrópuandstæðingar (andstæðingar ESB) vilja viðhalda tollmúrum í kringum íslenska framleiðslu, íslenskan útflutning og tryggja völd sín með því að halda Íslandi fyrir utan ESB. Þetta er orðið mjög augljóst, sérstaklega þegar hegðun og ákvarðanir (eyjan.is) Jóns Bjarnarsonar Land og sjávarútvegsráðherra undanfarið er skoðuð.

Það er þó alveg ljóst að gamlir varðhundar (evropuvaktin.is) sérhagsmuna og spillingar á Íslandi munu verja hagsmuni sína grimmilega í Evrópusambands umræðunni. Enda verður tap þessa fólks umtalsvert ef íslendingar ganga í Evrópusambandið.

Fréttir af þessu.

Opinber tvíræðni í samningaferlinu að ESB (vísir.is)