Tölvumálið á Alþingi

Mér finnst tölvumálið á Alþingi vera einstaklega skondið mál. Sérstaklega í ljósi þess að það eru til margar aðrar aðferðir, margar hverjar margfalt betri til þess að njósna um Alþingi heldur en að skilja eftir tölvu í skrifstofu Alþingis þar sem mikil hætta er á því að tölvan uppgötvist og aðgerðin fari úti um þúfur.

Hafi einhver verið að nota þessa tölvu til þess að njósna um Alþingi. Þá var hinn sá sami að gera sig að fífli fyrir einstaklega lélega aðgerð og aðferð til þess að njósna um Alþingi. Enda er hægt að hlusta á þráðlaus staðarnet upp í 10 km fjarlægð með réttum loftnetum. Ekki veit ég hvaða dulkóðun Alþingi setur upp á þráðlausu staðarnetnum sínum, en ef það er eitthvað minna en WPA2-AES dulkóðun. Þá er næsta víst að einfalt sé fyrir áhugasama einstaklinga að brjótast inn á þráðlaus staðarnet Alþingis. Það að fela staðarnetið skiptir nákvæmlega ekki neinu máli í þessu tilfelli. Slíkt tefur áhugaverðan einstakling kannski um fimm mínútur í mesta lagi, og þetta er hægt að gera í 10 km fjarlægð (að hámarki líklega) frá Alþingi með réttum loftnetum eins og áður segir.

Ég hef ennfremur áætlað, miðað við það fólk sem er á Alþingi (Alþingismenn og starfsmenn) að tölvulæsi sé almennt þar lítið til nákævmlega ekki neitt. Slíkt er og hefur alltaf verið mesta ógnin við tölvuöryggi hjá stofnunum eins og Alþingi. Það bætir ennfremur ekki ástandið að Alþingi er að keyra (eins og flest allar stofnanir ríkisins) einhverja útgáfuna af Windows stýrikerfinu frá Microsoft (sem hefur verið mikið hampað af sjálfstæðisflokknum í gegnum valdasetu þeirra síðasta áratuginn). Slíkt er í sjálfu sér einnig stór öryggisgalli. Enda er það stýrikerfi viðkvæmt fyrir tölvuvírusum, njósnahugbúnaði og annari óværu sem er að finna á internetinu og það er ennfremur einfalt að smita Windows stýrikerfið, bæði yfir internetið og utan þess. Fyrir þetta stýrikerfið borgar íslenska ríkið nokkrar milljónir á ári á meðan ókeypis stýrikerfi eru til sem eru ennfremur margfalt öruggari að auki.

Af þessu sökum finnst mér fréttaflutningurinn af þessu tölvumáli á Alþingi vera afskaplega kjánalegur og að miklu leiti litast af fáfræði á því hvernig tölvur og þráðlaus staðarnet virka. Ég tek það fram að það kemur ekki fram í fréttum hvort að tölvan var tengd við staðarnet yfir vír (ethernet) eða yfir þráðlaus staðarnet (wlan). Ef að tölvan var tengd yfir staðarnet yfir vír þá er alveg eins líklegt að tölvan hafi verið búin að sinna sýnu hlutverki og senda gögnin frá sér enda eru staðarnet yfir vír mjög afkastamikil og bera 100Mbps hraða eða 1Gbps hraða. Þetta er þó atriði sem ég veit ekkert um, enda hef ég aðeins fréttaflutninginn af þessu máli til þess að miða við.

Fréttir af þessu.

Njósnatölva fannst á þingi – hafa Wikileaks grunaða (Vísir.is)
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vissu af tölvunni (Vísir.is)
Bjarni vissi ekkert um tölvuna í Alþingi (Vísir.is)
Tölvunjósnir á Alþingi ræddar í þingsal (Eyjan.is)
Grunsamleg fartölva á Alþingi (Rúv.is)
Þingmenn vissu ekki af tölvunni (Rúv.is)