Tölvumálið á Alþingi – Auðkenni og gagnaeyðing

Mér finnst alveg merkilegt það sem hefur verið haldið fram í fjölmiðlum á Íslandi að ekki hafi verið hægt að rekja tölvuna vegna þess að það var búið að afmá öll raðnúmer utan á tölvunni sjálfri. Það er þú staðreynd að slíkt fjarlægir ekki þau raðnúmer númer sem eru á íhlutum tölvunnar. Það er BIOS, örgjörvanum (CPUID), netkorum (bæði þráðlausum og snúrutengdum) en þar er um að ræða svokölluð MAC auðkenni. Síðan eru einnig að finna raðnúmer á vinnsluminni tölvunnar, sem eru einnig rekjanleg. Einnig sem það eru rekjan raðnúmer á harða disk tölvunnar.

Það er alveg ljóst að raðnúmer tölvunnar er einnig að finna í BIOS tölvunnar, það er það sama og er venjulega skráð utan á tölvuna. Raðnúmer BIOS er skráð hjá framleiðanda tölvunnar svo að þeir geti flett upp framleiðslunni ef tölvan kemur aftur til þeirra vegna bilunar.

Hvað um hina meintu sjálfvirku gagnaeyðingu þá kemur ekki fram hvort að tölvan hafi keyrt upp af geisladisk eða öðrum hætti þannig að stýrikerfi vélarinnar keyrði eingöngu í vinnsluminni vélarinnar, sé það raunin er ekkert hægt að athuga. Nema þá kannski geisladisknum sem keyrði upp hugbúnaðinn. Hafi tölvan hinsvegar keyrt upp af hörðum disk (sem mér þykir þó líklegra, þar sem það getur verið flókið að keyra upp af geisladiski. Einnig sem að slíkt skilur eftir sig sönnunargögn) þá eru hin eyddu gögn ekkert endilega glötuð. Þar sem það eru til margar aðferðir til þess að endurheimta slík gögn. Þetta gæti þó algerlega farið eftir því hvernig gögnum var eytt. Þar sem það er hægt að koma í veg fyrir endurheimtingu gagna með réttum skrárkerfum og með því að láta tölvuna skrifa eingöngu núll á harða diskinn um leið og gögnum var eytt. Hafi það gerst er lítið hægt að gera til þess að átta sig á því hvaða hugbúnaður var á tölvunni og hvert hann var að senda gögnin.

Að þessu sögðu þá finnst mér magnað að Lögreglan skuli ekki hafa getið rakið uppruna þessar tölvu. Vegna þess að það er í raun einfalt að gera slíkt.

Fréttir af þessu máli.

Upplýsa hefði átt þingheim (Rúv.is)
Ekki útlit fyrir að gögn þingmanna sem hafa lekið út (Eyjan.is)