Fá svæði í heiminum hafa jarðhita

Það er nú þannig að fá lönd í heiminum búa eins vel að jarðhita og íslendingar. Steingrími J. hefði átt að vera það ljóst þegar hann lét þessi orð falla. Hinsvegar er það einnig staðreynd að á Íslandi hefur orkunni verið illa varið, en meirihluti orkunnar hérna á landi fer í að knýja mengandi stóriðju sem skilar ekki neinu fyrir þjóðarbúið, það eru nefnilega stórfyrirtækin sem hirða gróðan.

Í orkumálum heimsins þarf að gera stórt átak, en hinsvegar mun það hafa sem minnst að gera með jarðhita. Eitthvað af orku heimsins verður framleidd með vindi og sólarorku. En staðreyndin er hinsvegar sú að þannig orkuframleiðsla mun duga skammt, og mun taka upp mikið landsvæði. Sem ekki er mikið af í þéttbyggðari löndum heimsins (sem dæmi, þá búa uþb 60 milljón manns í UK).

Hver svo sem lausnin á orkuvanda heimsins verður, þá verður hún í formi tækja og uppfinninga sem við þekkjum ekki í dag.

Tengist frétt: Steingrímur: Verðum að skoða loftslagsmálin í heildarsamhengi