Fátækt öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi

Samkvæmt neysluviðmiði Velferðarráðuneytis Íslands þá þarf einstaklingur sem býr á höfuðborgarsvæðinu (það er ekkert sagt til um einstakling sem býr á landsbyggðinni þar sem kostnaður er oft meiri, ekki minni eins og margir halda. Hlutfallið á milli liða er bara annað) 291.932 kr á mánuði til þess að geta sinnt öllum þeim útgjöldum sem fylgja því að búa á höfuðborgarsvæðinu.

Dæmigert viðmið fyrir útgjöld einstaklings sem býr á höfuðborgarsvæðinu í eigin
húsnæði er 291.932 kr. Þar af er bifreiða- og ferðakostnaður 85.425 kr. og
húsnæðiskostnaður 72.972 kr. Dæmigert viðmið fyrir útgjöld hjóna með tvö börn sem
búa á höfuðborgarsvæðinu í eigin húsnæði er 617.610 kr. Þar af er bifreiða- og
ferðakostnaður 121.906 kr. og húsnæðiskostnaður 126.261 kr. Þá er gert ráð fyrir að
annað barnið sé á leikskóla en hitt í grunnskóla þar sem keyptar séu skólamáltíðir og
frístundavistun.

Það er þó kostulegt að þessi viðmiðum er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir fólk. Það er þó alveg ljóst að það fólk sem er með tekjur langt fyrir neðan þessi viðmið getur ekki farið eftir þeim. Í þeim flokki eru atvinnulausir (sem geta þó lagað stöðu sína ef þeir fá vinnu), öryrkjar og síðan ellilífeyrisþegar. Það fólk sem er í seinni hópnum getur ekki bætt stöðu sína að litlu eða neinu leiti og þessi viðmið sem Velferðarráðuneyti Íslands setur þarna eru því vita gagnslaus með öllu fyrir þetta fólk. Enda er það langt frá því að ná þessum tekjum sem þarna eru taldar upp í umræddri skýrslu um neysluviðmið á Íslandi.

Skýrslan um neysluviðmið er að finna hérna. Á vefsíðu Velferðarráðuneytisins.