Vælið í þingmanni framsóknarflokksins

Þar sem að þingmaður framsóknarflokksins hann Birkir Jón Jónsson (þarna spillta, litla ljóta flokksins) leyfir ekki fólki að svara þeim færslum sem að hann setur inn, þá ætla ég að svara honum hérna í stuttu máli.

Þó svo að þú takir ekki eftir því, þá hafði framsókn árin frá árinu 1995 til ársins 2007 til þess að standa sig vel í ríkisstjórn og taka á málum með ábyrgð og festu. En þess í stað þá ákvað framsóknarflokkurinn að maka krókinn og reyna að blóðmjólka ríkið og almenning í landinu sem mest hann gat á þessum tíma. Á öllum þessum árum sem að framsókn var í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum (sem fór einnig versnandi á þessum tíma, en það er annað mál) þá breyttist framsóknarflokkurinn úr því að vera bændaflokkurinn í að vera klúbbur siðlausra auðmanna sem stendur á sama um velferð fólks í landinu. Í dag er fólk að súpa seyðið af sukki framsóknarmanna (og sjálfstæðismanna, ég vona að það hafi hætt þegar Samfylkingin komst í ríkisstjórn) og mun gera um komandi ár.

Það er einfaldlega staðreynd að það kom að skuldadögum hjá framsóknarflokknum og það kom einnig í ljós að framsóknarflokkurinn hafði ekki efni á skuldunum og er því hugmyndalega gjaldþrota og er í raun núna ekkert nema deyjandi flokkur sem mun væntanlega hverfa í næstu þingkosningum, eða þar næstu. Það skiptir ekki máli. Ég á nefnilega ekki von á því að sjá framsóknarflokkin í ríkisstjórn aftur, þar sem að tímanir hafa breyst og framsóknarflokkurinn hefur dagað uppi og orðið að steini. Framsóknarflokkurinn hafði einnig sitt tækifæri frá árinu 1995 til ársins 2007 til þess að gera eitthvað úr sér, en þess í stað ákvað flokkurinn að klúðra sínum málum og geldur þess nú. Birkir Jón Jónsson þingmaður framsóknarflokksins fer því með rangt mál þegar hann talar um að það komi að skuldadögum hjá núverandi ríkisstjórn.

Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að núverandi fylgi ríkisstjórnarinnar er talsvert meira en það fylgi sem ríkisstjórn framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins fékk undir það síðasta.