Hugo Chavez verður alráður í Venesúela

Hugo Chavez forseti Venesúela hefur með síðustu lagabreytingu komið því þannig fyrir að hann er núna orðin alráður í landinu. En nýjasta stjórnarskrárbreytingin gerir honum fært að gera hvað sem er í landinu. En þetta er svipað og sást í Þýskalandi árið 1937, eða nokkru fyrir seinni heimstyrjöldina. Það er að mínu mati bara tímaspursmál hvenar honum tekst að leggja efnahag landins í rúst og fer að stunda kerfisbundin morð á andstæðingum sínum. En þetta fylgir allt saman sömu sögunni þegar svona geðveikir menn ná að sölsa undir sig völdum. Kosninganar um þesar tillögur eru bara sýndarleikur einn, en þessar kosningar verður örugglega þannig komið fyrir að þessar breytingar fáist samþykktar.

Hérna er frétt Rúv um þetta mál. Hérna er frétt BBC News um þetta mál.

Venesúela: Stjórnarskrárbreytingar

Þing Venesúela samþykkti í gærkvöld tillögur Hugo Chavez forseta um stjórnarskrárbreytingar.

Breytingarnar fela meðal annars í sér að engin takmörk eru á því hve mörg kjörtímabil forsetinn getur verið við völd. Sjálfstæði seðlabanka landsins er afnumið og forsetinn getur sjálfur ráðstafað gjaldeyrisvarasjóðnum. Í undantekningartilvikum, sem forsetinn ákveður sjálfur, má setja fólk í fangelsi án ákæru og hægt verður að þagga niður í fjölmiðlum.

Til að almenningur kyngi þessum breytingum er kveðið á um ýmiss félagsleg réttindi svo sem að vinnudagurinn skuli vera 6 stundir í stað 8. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður um breytingarnar 2. desember. Skoðanakannanir benda til þess að breytingarnar verði samþykktar þótt flestir séu á móti því að takmarka ekki hve lengi forseti getur verið við völd.

Venesúela hefur núna gengið í hóp einræðisríkja, en íbúar Venesúela eiga erfiða tíma framundan vegna þessa valdaráns Hugo Chavez.