Rangfærslur í Lilju Mósesdóttur þingmanni VG

Það er ótrúlegt bull sem kemur frá Lilju Mósesdóttur þegar hún kemur með þá fullyrðingu að vextir munu ekki lækka við upptöku evru á Íslandi.

Þetta hérna eru staðreyndir málsins varðandi þessa fullyrðingu Lilju Mósesdóttur.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands:
Daglán 5,25%
Veðlán 4,25%
Viðskiptareikningar innlánsstofnana 3,25%

Stýrivextir Seðlabanka Evrópu:
Key figures at a glance
Marginal lending facility (*) 1.75 %
Main refinancing operations (fixed rate) (*) 1.00 %
Deposit facility 0.25 %

Við upptöku evru á Íslandi yrðu þessir vextir (eða þeir vextir sem Seðlabanki Evrópu væri með þegar íslendingar tæki upp evruna) það sem mundi gilda eftir upptöku evruna.

Ég þarf ekkert að ræða þessa rangfærslu Lilju Mósesdóttur neitt frekar. Það er ennfremur nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að skiptagengið yrði gengi sem yrði hagstætt íslendingum. Bæði varðandi útflutning og innflutning sem og aðra þætti íslensk efnahagslífs.

Mér finnst það ennfremur undarlegt að Lilja Mósesdóttir skuli sjá þetta hérna sem neikvæðan hlut.

[…]

„Ég óttast að kjósendur annarra flokka sjái upptöku evrunnar sem einu leiðina út úr skuldafangelsinu. Ef krónunni verður skipt út fyrir evru á núverandi gengi verður lítið úr skuldum fólks og laun munu smámsaman hækka og nálgast laun í evrulöndunum. Eignir Íslendinga verða jafnframt lítils virði og því hætta á að lífeyrisgreiðslur muni ekki hækka jafnhratt og laun.
[…]

Hvernig geta launahækkanir verið neikvæðar. Mér þætti gaman að heyra Lilju útskýra það. Jafnframt mundi kaupmáttur aukast við upptöku evru á Íslandi.

Þetta hérna er einnig undarlegt hjá Lilju.

[…]
Stöðugt er klifað á því að Íslendingar losni ekki við verðtrygginguna nema að taka upp annan gjaldmiðil. Tvær krónur séu í landinu, ein verðtryggð og önnur óverðtryggð. Þetta vandamál er auðvelt að leysa með því að verðtryggja hina óverðtryggðu krónu eða einfallega launin í landinu. Í gildi eru verðtryggðir lánasamningar sem munu ekki hverfa við upptöku evrunnar,“ sagði Lilja.
[…]

Þetta var reynt. Niðurstaðan varð sú að verðbólgan á Íslandi varð stjórnlaus og þessi aðferð jók í raun efnahagslegan vanda íslendinga á sínum tíma um mörg stig. Þetta er fullreynt og þetta var fullreynt á árunum 1980 til 1990 minnir mig. Niðurstaðan var hörmung og endaði með kreppu.

Þær lausnir sem Lilja Mósesdóttir leggur til eru lausnir fúskara sem hafa í raun ekki neinar raunverulegar lausnir við vandamálunum. Það er nóg komið af slíku á Íslandi, enda súpa íslendingar seiðið af þeim hugsunarhætti í þeirri efnahagskreppu sem gengur núna yfir Ísland.

Fréttir af þessari rangfærslu Lilju Mósesdóttur á mbl.is

Segir vexti lítið lækka með upptöku evru