Bréf frá Trygginastofnun

Hérna er bréf frá Tryggingastofnun. Þarna eru settar fram kröfur á þá öryrkja sem leyfa sér að búa erlendis. Það sem vekur sérstaka athygli mína er sú afstaða Trygginarstofnunar að þeir taka ekki mark á skjölum þess efnis að fólk hafi ekki þurft að telja fram til skatts. Þá gildir einu þó svo að fólk hafi kannski ekki verið með neitt skattframtal í viðkomandi landi af ýmsum ástæðum. Þær ástæður sem um ræðir geta verið að ýmsum toga svo sem að viðkomandi er ekki búinn að búa nógu lengi í landinu og er því ekki búinn að telja fram tekjur síðasta árs hjá skattinum í viðkomandi landi. Ég sé ennfremur ekki fram á það hvernig Trygginarstofnun getur neitað skjölum frá yfirvöldum í öðrum löndum eins og þarna er verið að gera.

Mér þykir það ennfremur áhugaverð staðreynd að Trygginarstofnun geti stöðvað greiðslur til öryrkja á þessum forsendum. Þar sem slíkt brýtur í bága við EES samninginn og samninga á milli Íslands og norðurlandanna.

Sjón er hinsvegar sögu ríkari. Hérna bréfið sem ég fékk frá Trygginastofnun. Ég ætla að spurja þá hvernig ég eigi að getað skilað skattframtali sem er ekki til. Þar sem ég flutti til Danmerkur þann 4. Febrúar 2011 og var því auðvitað ekki með neinar tekjur í Danmörku árið 2010.


Smellið á myndina til þess að lesa bréfið.