Af tveimur óheiðarlegum mönnum

Ég rek mig stöðugt á þá staðreynd að það eru til mjög óheiðarleg gerð af hægri mönnum á Íslandi (það kemur sér grein um óheiðarlega vinstri menn á Íslandi síðar). Þessi óheiðarlegu hægri menn aðhyllast hugmyndafræði ný-frjálshyggjunar eða eru til lengst til hægri og eru á móti ESB vegna þess. Það er orðið alveg augljóst að þessir menn hika ekki við að ljúga og blekkja fólk ef það hentar þeirra málflutningi.

Sá fyrsti er maður að nafni Svavar Alfreð Jónsson. Þessi maður er prestur að starfi en hefur siðgæði sem er rotið í gegn og augljóst er að Svavar Alfreð er gjörsneyddur öllu sem má kalla heiðarleiki. Hvort sem það er í umræðunni eða utan hennar. Enda hikar Svavar ekki við að ljúga og endurtaka lygar ef það hentar honum ef svo ber undir.

Í nýlegri grein sem Svavar skrifar um ESB og ber titilinn „Alúðarófreskjan Brüssel„. Þar sakar hann ESB um að vera ófreskja sem gerir aðildarríkjum sínum ekki neitt. Þessi titill er auðvitað ekkert nema bölvuð lygi frá upphafi til enda. Í þessari bloggfærslu sinni þá setur Svavar Alfreð fram þessa fullyrðingu og hefur eftir öðrum manni sem er augljóslega á móti ESB.

[…]

ESB rúið trausti

Enzensberger byrjar á því að hrósa Evrópusambandinu fyrir framlag þess til friðar í álfunni. Hann er þeirrar skoðunar að hin evrópska sameiningarviðleitni hafi haft góð áhrif á daglegt líf þeirra sem búa í aðildarlöndum sambandsins.

Þrátt fyrir það bendir Enzensberger á að aðeins 49% Evrópubúa líti jákvæðum augum á aðild lands síns að sambandinu og aðeins 42% beri traust til stofnana þess.

Enzensberger veltir fyrir sér ástæðunum fyrir þessu vanþakklæti.

[…]

Þetta er rangt. Enda hafa kannanir Eurobarometer sýnt það að almenningur í aðildarríkjum ESB treyst ESB og stofnunum þess mjög vel og hafa í raun gert það síðan byrjað var á þessum könnunum. Það er hægt að lesa kannanir þess efnis hérna (fyrir árið 2010) ef áhugi er fyrir slíku. Þannig að þessi fullyrðing fellur um sjálfan sig og stenst ekki nánari skoðun.

Hinsvegar heldur Svavar Alfreð áfram og kemur síðan næst með þessar hérna fullyrðingar.

[…]

Lýðræðishalli og skrifræði

Ein helsta ástæðan fyrir vantrausti á Evrópusambandinu er skortur á lýðræði. Þess í stað hefur sambandið komið sér upp alræði embættismanna. Enzensberger segir það enga tilviljun. ESB hafi markvisst unnið að því að svipta borgarana pólitísku sjálfræði. Kommisararáð sambandsins, sem skipað er 27 fulltrúum aðildarlandanna, hafi í raun einkarétt á frumkvæði að lagasetningu. Evrópuþingið megi sín lítils gagnvart því.

Frá árinu 1979 hefur þingið verið kosið í beinni kosningu með sífellt minni þátttöku kjósenda. Síðast nýttu 43% kosningarétt sinn. Enzensberger segir það ekki nema von. Kosningareglurnar séu illskiljanlegar og sárafáir geri sér grein fyrir flokkunum sem á þinginu sitja. Það er með öðrum orðum hvorki á hreinu hvernig kosningin fari fram né til hvers sé verið að kjósa. Óvirkir kjósendur, sviptir pólitísku sjálfræði, er paradísarástand þeirra sem völdin girnast en heima fyrir yppa stjórnvöld öxlum og segjast bara vera að fylgja stefnu aðildarríkjanna.

[…]

Það sem er nauðsynlegt að skilja hérna er sú staðreynd að ESB er samband fullvalda ríkja í Evrópu. Þó svo að öll aðildarríki ESB samþykki þá stefnu sem ESB fer eftir. Þá er það alltaf aðildarríkjanna að samþykkja og fara eftir stefnunni. Það er ekki ESB sem tekur upp og samþykkir stefnur einhliða. Þannig hefur ESB nefnilega aldrei virkað. Það eru alltaf aðildarríkin sem ráða þeirri för sem ESB tekur. Þessi stefnumótun á sér ennfremur stað hjá lýðræðislega kjörnum fulltrúum aðildarríkjanna og þetta hefur í raun alltaf verið þannig. Þeir fulltrúar sem ekki eru lýðræðislega kjörnir eru skipaðir af lýðræðislega kosnum stjórnvöldum aðildarríkja ESB.

Lýðræðishallin í ESB er því ekki til og er ekkert nema uppspuni andstæðinga ESB á Íslandi og annarstaðar sem eru að slá sandi í augun á fólki með svona rugli.

Hvað lagarsetningarvöldin innan ESB. Þá er þessi lýsing sem þarna er viðhöfð ekkert nema hreinn uppspuni og blekking af hálfu Svavars og þess manns sem hann vitnar í. Enda inniheldur lagaferli ESB í sér allar þrjár helstu stofnanir ESB, en þær eru Framkvæmdastjórn ESB, Ráðherraráð ESB og Evrópuþingið. Þau lög sem eru sett innan ESB eru búnin að fara í gegnum þessar stofanir ESB áður en Evrópuþingið samþykkir umrædd lög. Hægt er að kynna sér lagasetningarferli ESB hérna.

Restin af þessari bloggfærslu hans Svavars Alfreðs er af sömu gerð. Ekkert nema uppspuni og lygar sem kemur frá honum. Ég hafði þó fyrir því fyrr í dag að skrifa athugasemd við þessa færslu hans Svavars Alfreðs og benti honum rækilega á þessar rangfærslur sem hann væri að fara með þarna og að hann hefði varið smá tíma í að kynna sér málið. Þá hefði hann séð að þetta væri tóm vitleysa sem kom frá þessum manni.

Það er hinsvegar með óheiðarlega menn að þeir neita að samþykkja skoðanir sem eru ekki sammála þeim. Enda fór svo að hann Svavar Alfreð hleypti í gegn skoðunum annars hægri öfgamanns að nafni Gunnlaugur Ingvarsson, sem er þekktur hægri öfgamaður með skoðanir sem passa hans gerð ágætlega og eru af sömu gerð og sú þvæla sem Svavar Alfreð hefur uppi í umræddri bloggfærslu sinni.

Fyrir tæknilega kaldhæðni (3G netið sem ég er á núna virkaði illa þegar ég setti inn athugasemdina) þá vistaðist eintak af athugasemd minni til Svavars Alfreðs og er það hérna. Það þýðir lítið fyrir Svavar Alfreð að segja að hann hafi ekki fengið umrædda athugasemd inn. Vegna þess að þessi athugasemd fór til hans án nokkura vandamál í annari tilraun hjá mér. Svavar Alfreð kaus hinsvegar að koma í veg fyrir að þessi athugasemd mín kæmi fram hjá sér. Slíkt er hinsvegar algerlega í stíl við þann óheiðarleika sem þessi maður er farinn að sýna í umræðum á blogginu og hefur gert lengi, svo að það sé á hreinu. Enda hverfa margar fleiri athugasemdir hjá honum en þær sem ég set inn hjá honum. Sem betur fer set ég ekki oft inn athugasemdir inn hjá honum. Enda er slíkt sóun á tíma og orku að gera slíkt, hann eyðir henni bara og þorir ekki að takast á við mótrökin að hætti manna sem ekki þora.

Athugasemdin sem ég setti inn hjá Svavari Alferð en sem hann birti ekki.

Ef að þú hefðir varið svona tíu til tuttugu mínótum í að kynna þér starfsemi og hvernig ESB virkar. Þá hefðir þú vitað að það sem þú fullyrðir hérna (mér er sama þó svo að þú vitnir í einhvern rithöfund frá Þýskalandi) er ekkert nema tóm þvæla og vitleysa.

Það er nefnilega staðreynd að ESB er samstarf 27 ríkja, sem í búa uþb 500 milljónir manna. Auðvitað verður talsvert skrifræði af slíku dæmi. Þó er skrifræðið innan ESB lítið sé litið til heildarstærðar ESB í dag og hversu mikið má vænta að ESB stækki á næstu árum þegar ný ríki ganga í ESB á næstu tíu til þrjátíu árum.

Þessi athugasemd er ekki dónaleg og fjallar um efnið. Þannig að Svavar Alfreð getur ekki afsakað þetta með neinum hætti. Enda er augljóst að hann kaus að koma í veg fyrir að þessi athugasemd kæmi fram vegna þess að hann var ekki sammála mér og þorði ekki að takast á við þær röksemdir sem ég setti fram. Slíkt er auðvitað eingöngu háttur heigla og annara sem þola ekki mótlæti í þeim skoðunum sem þeir setja fram.

Hinn óheiðarlegi maðurinn sem ég ætla að fjalla um er Páll Vilhjálmsson. Sem er vel þekktur á Íslandi í dag fyrir kvennahatur og hægri öfgamennsku í svo miklum mæli að hann er farinn að jafnast á við öfgadrulluna sem er að finna hjá Davíð Oddsson.

Páll Vilhjálmsson tekur auðvitað undir með þvælunni sem kemur frá Svavari Alfreð. Enda hentar það honum og hans málflutningi. Þessu tekst honum svo einhvernvegin að tengja við Jóhönnu Sigurðardóttur Forsætisráðherra Íslands. Sem hefur minnst með þetta að gera.

Enda er það þannig að sannleikurinn er ekki það sem þessir menn skrifa um þegar þeir koma með svona fullyrðingar um Evrópu og ESB.

2 Replies to “Af tveimur óheiðarlegum mönnum”

  1. Jón Valur Jensson, Svavar Alfreð Jónsson, Hjörtur J Guðmundsson, Sigurður Sigurðsson, Gísli Freyr Valdórsson, Stefán Friðrik Stefánsson og meira að segja Sverrir Stormsker hafa allir þurkað út kurteisislega athugasemd frá mér um sjálfstæðisflokkinn og bannað mig í kjölfarið.

    1. Það er auðvitað bara hámark óheiðarleikans að halda svona fram og leyfa síðan ekki andstæðum sjónarmiðum að koma fram um viðkomandi málefni.

      Þetta segir ennfremur mikið til um málefnanlega stöðu þessa fólks sem stundar svona. Hún er nefnilega nákvæmlega enginn og verður ekki nein uppúr þessu.

Lokað er fyrir athugasemdir.