Rangfærslur AMX um Evrópuþingið (ESB)

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að AMX smáfuglanir skuli koma með svona grófa fölsun um ESB eins og hérna er um að ræða. Fullyrðing nafnlausa greinarhöfundarins á AMX er ekkert nema röng og hefur í raun ekkert með staðreyndir málsins. Þarna er haldið fram að íslendingar muni aðeins fá fjóra evrópuþingmenn gangi Ísland í ESB og þar er að auki gefið í skyn að þetta sé eitthvað hámark sem íslendingar muni fá, enda er þarna talað um í „Ísland fengi í besta falli 4 sæti á Evrópuþinginu. Fyrir eru þar 736 sæti annarra þjóða.“ (tilvitnun í AMX).

Staðreyndinar eru þessar hérna. Gangi Ísland í ESB þá munu íslendingar fá nákvæmlega sex evrópuþingmenn. Alveg eins og Malta, Lúxemborg (stofnríki ESB), Eistland og Kýpur. Þetta segir hinsvegar lítið. Þar sem að Evrópuþingu er skipt upp eftir stjórnmálaflokkum í Evrópu en ekki upp eftir aðildarríkjum. Stærsti stjórnmálaflokkurinn á Evrópuþinginu er EPP og næst stærsti stjórnmálaflokkurinn er S&D. Innan Evrópuþingsins er unnið eftir þessum línum. Það er ekki unnið ef þeim línum frá hvaða aðildarríki umræddir Evrópuþingmenn koma og hefur aldrei verið gert þannig.

Það er ennfremur ljóst að svona málflutningur eins og sá sem AMX og aðrir ESB andstæðingar stunda á Íslandi er eingöngu gerður til þess blekkja og rugla ESB umræðuna á Íslandi. Enda eru svona rangfærslur eins og þær sem AMX kemur með sjaldan leiðréttar og fá að lifa óáreittar í íslenskri umræðu. Þar sem þær ala á tilbúnum ótta fólks sem einfaldlega veit ekki betur og hefur ekki kynnt sér staðreyndinar, en lætur þess í stað fóðra sig á svona rangfærslum eins og þeim sem koma frá AMX og Heimssýn.

Nánar um Evrópuþingið.

Vefsíða Evrópuþingins (europarl.europa.eu)
European Parliament (Wiki)

Grein AMX.

Mynd sem sýnir vægi Íslands í ESB (Viðvörun, amx.is)