Ég er á móti Bændasamtökum Íslands

Ég hér með lýsi yfir andstöðu minni við Bændasamtök Íslands og allra annara samtaka á Íslandi sem tengjast þeim. Ástæðan er mjög einföld. Bændasamtök Íslands og tengd samtök eru tilbúin að fórna hagsmunum almennings fyrir sérhagsmuni og einokunarstöðu sem ríkir núna á Íslandi. Einnig sem að Bændasamtök Íslands eru tilbúin að láta almenning á Íslandi fá verri vöru og dýrari. Vegna þess að á Íslandi ríkir engin samkeppni í landbúnaði. Heldur er hérna um að ræða ríkisstyrkta einokun og það eru bæði almenningur og íslenskir bændur sem tapa á þessu kerfi.

Ég sé ennfremur að Bændasamtök Íslands og búnaðarþingið voru að endurtaka gamla þvælu sem hefur aldrei staðist.

Búnaðarþing samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem andstaða BÍ við aðild að Evrópusambandinu er ítrekuð. „Búnaðarþing telur að fæðuöryggi þjóðarinnar verði því aðeins tryggt að fullu með því að Ísland standi utan sambandsins,“ segir í ályktuninni.

„Við teljum okkur hafa undirbúið faglega sjö samningsmarkmið eða forsendur sem við munum kynna landbúnaðarráðherra og óska eftir að látið verði reyna á þær sem fyrst til að láta reyna á hvort það sé raunverulega eitthvað í boði sem stundum er verið að halda fram, fyrir íslenskan landbúnað,“ Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. „Og þessar samningsforsendur eru í okkar huga lágmarksforsendur til þess að tryggja stöðu íslensk landbúnaðar,“ segir hann.

[…]

Eina hættan við íslenskt fæðuöryggi er sú staða sem ég lýsi hérna að ofan. Enda er augljóst fyrir alla sem vita að erlend landbúnaðarvara hefur aldrei ógnað fæðuöryggi á Íslandi. Fullyrðingar þess efnis eins og þarna eru settar fram eru ekkert nema tóm þvæla sem hafa aldrei staðist skoðun.

[…]

„ Miklir atvinnuhagsmunir bændastéttarinnar eru í húfi og telur þingið þessum hagsmunum betur borgið utan þess. Hagsmunir og afkoma bænda tengjast ótvírætt hagsmunum íslenskra neytenda og byggðum landsins,“ segir í ályktun Búnaðarþings.

Þar segir einnig að þrátt fyrir algjöra andstöðu Bændasamtakanna við aðild að Evrópusambandinu hafi þau frá upphafi dregið sérstakar varnarlínur sem þau telja að feli í sér lágmarkskröfur í yfirstandandi samningaviðræðum við Evrópusambandið.
[…]

Bændasamtök Íslands eru á móti betra rekstrarumhverfi íslenskra bænda. Einnig sem að bændasamtök íslands eru á móti hagsmunum neytenda. Svo að það sé á hreinu.

[…]

– Að með varnarlínum Bændasamtakanna hafa bændur sett fram lágmarkskröfur í landbúnaðarmálum vegna hugsanlegs aðildarsamnings. […]

Lágmarkskröfur ESB til matvæla eru margfalt meiri en þær kröfur sem eru gerðar til matvæla á Íslandi í dag. Þetta vita allir sem hafa kynnt sér málið. Matvælaöryggisstofnun ESB, sem íslendingar eiga ekki aðgang að í dag vegna þess að Ísland er ekki aðili að ESB.

[…]

– Að Bændasamtökin taki ekki þátt í undirbúningi eða aðlögunarstarfi sem leiðir beint eða óbeint af yfirstandandi samningaferli s.s. vinnu við að útfæra sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins fyrir íslenskar aðstæður.

[…]

Það er alveg augljóst að ef Bændasamtök Íslands taka ekki þátt í þessari vinnu. Þá fá þau ekki sjónarmiðum sínum framgengt. Enda er það þannig að Jón Bjarnarson verður ekki alltaf ráðherra yfir þessum málaflokki.

[…]

– Að Bændasamtökin ræki áfram skyldur sínar gagnvart stjórnvöldum með því að veita upplýsingar og ráðgjöf um landbúnaðarmál.“
[…]

Bændasamtök Íslands eru hagsmunasamtök bænda og sem slík ættu þau að lúta ströngum reglum um samskipti sín við íslenska ríkið. Núverandi staða er óviðunandi, enda eru þarna á ferðinni hagsmunaárekstrar sem eru mjög svo ósiðlegir.

Frétt Morgunblaðsins.

Ítreka andstöðu við ESB-aðild (varúð, mbl.is)