Hræðslufréttir á Íslandi

Á Íslandi er mikið um fréttir sem ég hef nefnt hræðslufréttir. Þessar fréttir byggja á hræðslu frekar en staðreyndum. Þessi fréttaflutningur hefur sem dæmi ollið því að núna eru allir karlmenn sem eru góðir við börn orðnir barnaníðingar á Íslandi (þetta er ekki aðhæfing hjá mér. Þetta er sett svona upp í fréttum þó svo að raunveruleikinn sé auðvitað allt annar og betri) sem eru á eftir skólabörnum sem eru á leið í skólann.

Hérna er gott dæmi um hræðslufrétt. Þar sem ýtt er undir hræðsluna með ýkjum og oft á tíðum ekki neinu öðru en lygum og blekkingum um viðkomandi málefni. Eftir allt saman, þá selur hræðsla vel og á Íslandi hugsa fjölmiðlar eingöngu um það græða sem mestan pening á sem mestum hraða.

Ísland er lítið samfélag og við búum ekki í sjónvarpsþætti af CSI eða einhverju álíka dramantýsku þar sem að fólk er rænt og það finnst síðan í svörtum ruslapokum víðsvegar um Reykjavík. Enda eru slíkir þættir skáldsakpur sem eiga lítið sameiginlegt með raunveruleikanum. Þó svo að skoðun margra íslendinga virðist vera almennt sú að það sem gerist í svona sjónvarpsþáttum sé raunveruleikinn eða það sem kemst næst honum.

Það er þó alveg ljóst að á Íslandi eftir hrun býr hrædd þjóð og þetta nota óvandir fjölmiðlar á Íslandi til þess að græða pening. Þar sem hræðsla eykur lestur á viðkomandi fjölmiðlum.

One Reply to “Hræðslufréttir á Íslandi”

  1. Þetta er nú ekki bara á Íslandi. Nánast hvar sem er í hinum vestræna heim ef maður sem yrðir á barn þá verða allir í kringum barnið paranoid.

Lokað er fyrir athugasemdir.