Tobba Marinós tekur illa í gagnrýni og lýgur til um einelti

Ein af tilgangslausu frægu manneskjum á Íslandi sem varð fræg fyrir nákvæmlega ekki neitt annað en rekkjusögur af vinkonum sínum kvart núna yfir gagnrýni sem hún fékk á sig í blaðinu Reykjavík Grapevine. Það sem virðist fara illa í Tobbu Marinós er sú staðreynd að hún var gagnrýnd. Enda hefur Tobba Marinós fengið að vera fræg á Íslandi undanfarið og enginn hefur sagt nokkurn skapaðan hlut um hegðun þessar manneskju eða það sem hún lætur frá sér fara í fjölmiðlum, eða þá þann lífstíl sem hún boðar og lifir sjálf. Henni er svo sem frjálst að lifa sínu lífi eins og hún vill, þó er henni ekki frjálst að troða þessu inná fólk sem ekkert vill með þetta hafa. Það er nefnilega það sem hefur verið að gerast á Íslandi undanfarna mánuði og ár á Íslandi.

Það sem þó vakti athygli mína er hvernig Tobba Marinós sakar þá sem gagnrýna hana fyrir þessa tilgangslausu frægð sína um einelti. Sérstaklega í ljósi þess að með þessu er hún að gera lítið úr fólki sem þarf að þola einelti í sínu lífi eða hefur gert það. Það sem Tobba Marinós er að gera hérna er ekkert annað en tilraun til þess að gera sjálfan sig að fórnarlambi og blaðamann Reykjavík Grapevine að geranda eineltis. Enda er augljóst að Tobba Marinós vill að fólkið sem er í kringum hana og helst öll þjóðin líti á þetta sömu augum og hún sjálf (að hún sé fórnarlamb eineltis).

Þessi ásökun Tobbu Marinós er því fyrir neðan allar hellur og ætti hún að biðjast afsökunar á þessum orðum sínum og draga þau nú þegar til baka. Sérstaklega í ljósi þess að gagnrýni er ekki einelti og hefur aldrei verið það. Það eru eingöngu þeir sem ekki getað tekið á móti svona gagnrýni eins og þarna er verið að setja fram sem halda svona þvælu fram. Enda varð Tobba Marinós ekki fyrir neinu einelti frekar en aðrir sem þarna var fjallað um. Gagnrýni er það gjald sem fólki greiðir með frægðinni. Hvort sem það er á Íslandi eða annarstaðar. Hinsvegar er þetta ekki einelti og er mjög langt frá því.

Væl Tobbu Marinós í fjölmiðlum.

Tobba Marínós kvartar undan einelti (Vísir.is)
Tobba kvartar undan einelti: „Má tala illa um alla?“ (DV.is)

One Reply to “Tobba Marinós tekur illa í gagnrýni og lýgur til um einelti”

  1. Sammála þér með að hér er verið að gengisfella orðið ‘einelti’, þó ég myndi seint kalla greinina í Grapevine ‘gagnrýni’. En það skiptir svo sem ekki öllu máli þar sem það er ekki aðeins gagnrýni sem fólk greiðir fyrir frægðina, heldur líka slúður, stólpagrín og smekklaust grín.

    Ef fólk þolir það ekki, þá á það ekki að sækjast í þessa frægð – og helst að forðast hana.

Lokað er fyrir athugasemdir.