Hægur dauðdagi krónunnar

Núverandi ástand á gjaldmiðli Íslendinga er óviðunandi. Sérstaklega í ljósi þess að þau fyrirtæki sem sitja föst með krónuna tapa á þessum endalausum sveiflum, þar sem erfitt er fyrir þau að áætla hagnað milli ársfjórðunga þegar gjaldmiðilinn er svona óstöðugur. Þetta gildir auðvitað um fyrirtæki sem fá tekjur sínar í erlendri mynt, hvort sem um er að ræða USD eða EUR.

Ofan á þetta má bæta við þeirri staðreynd að krónan er í dag alltof sterk, en útgáfa krónubréfa hefur valdið því að milljarðar íslenskra króna hefur verið dælt inní hagkerfið. Þetta hefur haft margar hliðarverkanir, sem dæmi þá má nefna hærri vexti, hærra verðlag (verðbólga), hærri vísitölu og fleira í þeim dúr. En aftur á móti er það þannig að ballið mun ekki byrja á íslenskum fjármálamörkuðum fyrr en krónunnar fara að streyma aftur út. En eins og staðan er núna, þá má hvorki markaðir í Evrópu eða Bandaríkjunum hósta þá nötrar allt of skelfur hérna á landi og krónan sveiflast eins og jo-jo alla vikuna ef svo ber undir.

Ég persónulega er að undirbúa mig fyrir harðari tíma í fjármálum, það er vonandi að fleiri geri slíkt hið sama.

Tengist frétt: Krónan heldur áfram að veikjast