Aukning á jarðskjálftum síðasta klukkutíman

Síðasta klukkutímann þá hefur orðið talsverð aukning á mjög litlum jarðskjálftum, en minnstu jarðskjálftanir sem mælst hafa samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofunar hafa verið að fara niður í ML0.2 (á ricther) að stærð. Hugsanlegt er að í nótt komi fram jarðskjálftar sem verða þrír á ricther eða stærri, en það er einnig hugsanlegt að ekkert gerist í nótt.

Ómögulegt er að segja til um nákvæmlega hvernig svona jarðskjálftahrinur haga sér, en það má alveg búast við jarðskjálftavirkni þarna næstu daga og vikur. Og jarðskjálftum sem ná alveg þrír á richter, einnig er hugsanlegt að þarna komi fram stærri jarðskjálftar en þrír á ricther. Þó svo að það sé ólíklegra heldur en hitt.

Tengist frétt: Enn skelfur jörð á Selfossi