Breyttar áherslur í skrifum hjá mér

Ég hef ákveðið að breyta áherslum hjá mér. Frá og með 1 Maí 2011 ætla ég mér að fjalla meira um þá spillingu sem ríkir í hinu íslenska þjóðfélagi. Hvort sem það er í stjórnmálum eða annarstaðar. Þar sem að spilling er algengari í íslenskum stjórnmálum en annarstaðar í þjóðfélaginu. Þá verður auðvitað fjallað meira um þá þjóðfélagshópa þar sem meiri spilling er ríkjandi. Af augljósum ástæðum.

Ég mun einnig skrifa meira um ESB og kosti þess að íslendingar verði aðilar að ESB sem fyrst. Einnig sem ég ætla einnig að fjalla um hvernig áróður andstæðingar ESB á Íslandi hafa verið að reka og eru að reka í dag. Þar kennir margra grasa eins og augljóst má vera. Einnig sem ég mun fjalla vandlega um þau samtök og einstaklinga sem hafa sett sig upp á móti ESB aðild Íslands, vegna þess að hópurinn sem er á móti ESB aðild Íslands er einnig mjög svo áhugaverður eins og augljóst má vera.

Í dag breyti ég þessu bloggi í eitthvað meira en það sem hefur verið. Slíkt kallast að þroskast og er nauðsynlegt skref fyrir mig og minn málflutning.