Ólögleg vændishús vs lögleg vændishús

Eins og svo oft þá segir Morgunblaðs vefurinn ekki alla söguna í þessari frétt. En vændi er leyfilegt í Danmörku eins og í öðrum löndum Evrópu (þó ekki öllum eins og vitað er). En það er ekki sama hvernig vændishús eru rekin í Evrópu, þau verða að hafa leyfi og hafa ákveðnum skyldum að gegna gagnvart þeim konum sem þar vinna.

Það er alþekkt að Lögreglan í Þýskalandi loki ólöglegum vændishúsum þar í landi, það sama gildir einnig um Danmörku og önnur lönd í Evrópu þar sem vændi er leyft. Þannig að það má áætla að þarna hafi verið að loka ólöglegum vændishúsum í Danmörku.

Ég reyndi að fletta umræddri frétt upp á netinu, en þessa frétt er ekki að finna á netinu, allavega ekki á heimasíðu Ritzau. Ég sá heldur ekki neitt um þetta á fréttavef DR.

Tengist frétt: Lögreglan í Kaupmannahöfn með aðgerðir gegn vændi