Sérhagsmuna (öfgafeminsta) hópar á ferðinni

Eins og alltaf þegar svona mál þá þarf að skoða talsvert undir yfirborðið til þess að sjá hvað er þarna á ferðinni. Í öllum tilvikum þar sem fyrirtæki hafa verið neydd til þess að biðjast afsökunar á hlutum sem skipta ekki neinu sérstöku máli. Þessi auglýsing, eins og svo margar auglýsingar sem eru gerðar í dag þá er þessi auglýsing ein af þeim kjánalegu.

Það er einnig þess virði að benda á þá staðreynd að enginn hefur ennþá beðist afsökunar á þeim auglýsingum þar sem karlmenn eru málaðir sem algerir fávitar sem kunna ekki einu sinni að sjá um sig sjálfir.

Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að feminstar á Íslandi í dag eru sér hagsmunahópur sem hefur aðeins eitt markmið og það er ekki auglýst af þeim. En það er koma málum þannig fyrir að konan njóti sérhagsmuna í þjóðfélagi og að konur geti mismunað karlmönnum ef þeim sýnist svo.

Tengist frétt: Toyota biðst afsökunar á auglýsingu