Fábjáni Vol. 3

Hérna er dæmi um hóp fábjána sem trúa því í alvörunni að evran sé að fara enda vegna skuldavandræða Grikklands, Spánar, Portúgals og Ítalíu. Það er einfaldlega ekki að fara gerast. Enda mundi það þýða alvöru efnahagsvandræði í Evrópu ef það gerðist.

Það er ennfremur ljóst að ef slíkt mundi gerast. Þá geta íslendingar sagt bless við allt sem heitir efnahagsbati á Íslandi næstu áratugina. Enda veltur efnahagur Íslands mikið á því sem er að gerast í Evrópu og þar á meðal þeim löndum sem eru með evruna sem gjaldmiðil.

Það er ennfremur staðreynd að hagvöxtur á sér núna stað innan evrusvæðisins. Þessi hagvöxtur er auðvitað mikilvægur fyrir ríkin. Þar sem það þýðir að efnahagskreppunni hjá þeim er að verða búin. Þó svo að þetta ferli sé auðvitað mislangt komið eins og reikna má með.

Það er ennfremur ljóst að enginn gjaldmiðill bjargar þjóð ef hún hagar fjármálum sínum illa. Þannig að fara úr evrunni væri tilgangslaus aðgerð og mundi ekki breyta neinu til lengri tíma.


Yfirlýsingastríð í Evrópusambandinu, Heimssýn 20. Maí 2011.

Nei, ég ætla ekki að tengja við þessa bullgrein Heimssýnar. Ég læt duga að vísa í nafn hennar og hvenar þetta er skrifað. Það er ennfremur staðreynd að Heimssýn og aðrir einstaklingar á Íslandi sem eru á móti ESB hafa verið að spá dauða þess síðan árið 2008, þegar efnahagskreppan hófst fyrir alvöru í heiminum. Þetta eru því ekkert nema dómsdagsspámenn. Eins og aðrir dómsdagsspámenn þá er ekkert að marka þetta fólk.

2 Replies to “Fábjáni Vol. 3”

  1. Hvað er svona gott við ESB?

    1) Ísland fengi fullt af peningum frá þeim. Rétt en þyrfti að borga meiri pening fyrirfram og til baka.

    2) Viðskipti myndu aukast afþví allir tollar milli Íslands og ESB legðust af. Rétt, nema þeir hafa þegar verið lagðir af að mestu í gegnum EES.

    3) Ísland væri verndað í stórum efnahagskreppum af stórabróðir í suð-austri. Nei, það er ekki að gerast núna hjá öðrum aðildarfélögum og mun þá líklega ekki gerast seinna.

    4) Ísland væri verndað fyrir árás utanaðkomandi. Nei, NATO sér um það og þeir krefjast ekki ESB aðgangs.

    5) Íslendingar gætu farið hvert sem er innan ESB og unnið eða farið í skóla. Já, en þeir geta það þegar í gegnum EES.

    6) Össur Skarphéðinsson kæmist í enn fleiri fínar veislur og gæti tekið í nefið með enn fleira áhrifafólki. Jú það er rétt.

    7) Mikilvægi Íslands á pólitískum vetvangi alþjóðlega myndi aukast. Nei hann myndi minnka.

    8) Kjósendur hefðu meira vægi með atkvæðum sínum. Nei þeir hefðu minna vægi.

    9) Almenningur væri betur verndaður gagnvart stórfyrirtækjum. Nei, í staðin fyrir að þurfa að passa sig bara á íslenskum stórfyrirtækjum þyrfti að varast alla ránfiska evrópu.

    10) Það er bara kúl að vera í ESB. Nei það er ekki kúl.

    1. Ég skal svara þér.

      1: Nettogreiðslur íslendinga yrðu minni til ESB en vegna EFTA og EES samningsins. Íslendingar mundu ennfremur fá til baka í styrkjum fleiri hluti en úr EFTA og EES samningum í dag.

      2: Íslenska ríkið leggur tolla á allar vörur sem eru fluttar inn til Íslands. Það er því rangt hjá þér að tollar hafi verið aflagðir á Íslandi. Tollar hafa verið lækkaðir á ákveðnar vörur samkvæmt EES samningum, bæði til Íslands og á útflutningi íslendinga á ákveðnum vörum sem íslendingar flytja út. Þær tollfrjálsu vörur sem íslendingar fá að flytja út til ESB eru bundnar tollkvóta sem er mjög lítill og dugar skammt til þess að anna eftirspurn. Eins og komið hefur fram í fréttum á undanförnum vikum.

      3: ESB kemur ekki í veg fyrir að ríki hagi efnahagsmálum sínum illa. Aðild Íslands að ESB mun hinsvegar koma í veg fyrir efnahagslegan óstöðugleika á Íslandi. Enda er íslenskt efnahagslíf afskaplega lítið í samhengi hlutanna.

      4: ESB er ekki og hefur aldrei verið hernaðarbandalag. Ef þú vissir þetta ekki. Þá veistu ekki neitt um ESB.

      5: Íslendingar þurfa að borga skólagjöld í Breska skóla. Þó annarstaðar sé þetta frítt. Ástæða þess að þetta er hægt í gegnum EES samninginn er sú að þetta er sá lagakafli ESB sem er hluti af EES samningum. Þannig hefur þetta alltaf verið með EES samningum. Þetta eru því engin rök hjá þér.

      6: Þetta er rökvilla.

      7: Nei. Áhrif Íslands á alþjóðlegum vettvangi mundi aukast. Þar sem áhrif ESB útávið eru gífurlega mikil. Þetta er því röng fullyrðing hjá þér og byggir ekki á staðreyndum málsins.

      8: Atkvæðavægi innanlands mundi nákvæmlega ekki breytast neitt, hvorki í alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum. Atkvæðavægi íslendinga innan ESB yrði mjög mikið. Enda fengu þeir að kjósa um sex evrópuþingmenn á Evrópuþing ESB. Aðrir kjörnir fulltrúar og embættismenn íslenska ríkisins eru skipaðir af ríkisstjórn Íslands til embætta innan ESB. Þeir yrðu þó að fá samþykki Evrópuþingsins og Ráðherraráðsins áður en þær gætu tekið embætti hjá ESB. Þannig að þessi fullyrðing þín er mjög mikið röng.

      9: Samkeppniseftirlit ESB er mjög virkt og það passar upp á hagsmuni neytenda. Enda er samkeppni mjög virk innan ESB og hefur alltaf verið það. Það er talsvert önnur staða en á hinum íslenska markaði. Þannig að þessi fullyrðing þín er röng frá upphafi.

      10: Reyndar snýst þetta ekki um að vera „kúl“. Þetta snýst um að vera skynsamur og taka ákvarðanir sem eru til hagsbóta til lengri tíma. Þeir sem halda að þetta eigi að vera „kúl“ skilja ekki málið og ættu að sleppa því að tjá sig um það.

      Það er mjög gott að búa hérna í ESB ríkinu Danmörku. Góð og virk samkeppni og það er hægt að góð kaup hérna í matvöru og annari vöru. Eitthvað sem er ekki hægt á Íslandi í dag vegna fákeppni og tollaumhverfi sem hækkar allt um nokkur prósent við innflutning.

Lokað er fyrir athugasemdir.