Hvernig sem það fer á Íslandi

Hvernig svo sem hlutirnir fara á Íslandi. Þá er alveg ljóst að ég ætla mér ekki að búa á Íslandi til lengri tíma. Það liggur nefnilega fyrir að ég hef afskaplega takmarkaðan áhuga á því. Ég þarf hinsvegar að flytja aftur til Íslands núna, og tímann ætla ég að nota til þess að klára framhaldsskólann og borga niður skuldir og auka tekjurnar hjá mér með ebóka sölu á internetinu, enda er það markmið hjá mér að hafa nægjanlega miklar tekjur svo að ég þurfi ekki að lifa á örorkubótum.

Ég mun því flytja aftur til Danmerkur eftir svona 3 til 4 ára búsetu á Íslandi. Þegar þar að kemur þá mun ég tryggja að ég hafi tekjurnar til að búa í Kaupmannahöfn í Danmörku og þá mun ég ekki flytja aftur til Íslands. Það mun ekki koma til greina af minni hálfu að taka þátt í vitleysunni og skyndilausnunum sem verða í boði á Íslandi á komandi árum.

7 Replies to “Hvernig sem það fer á Íslandi”

  1. Ég styð þig heilshugar í þessu.

    Hvar getur maður keypt ebækur eftir þig á Netinu?

    1. Ég mun gefa út mínar ebækur á Amazon Kindle og einnig á vefsíðu sem heitir Smashwords.

      http://www.smashwords.com/

      Ég reikna með að fyrstu bækunar komi út núna í sumar eða haust í seinasta lagi hjá mér. Það veltur talsvert á því hvernig sumarið fer hjá mér varðandi vinnu hversu mikinn tíma ég get varið í að skrifa og semja bækunar sem ég ætla mér að gefa út.

  2. Gangi þér vel, stattu með frjálsum handfæraveiðum, sem einar og sér gætu ef af yrðu,
    leyst byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga.

  3. Hvernig talar þú um landið þitt Jón ?
    Þú getur ekki beðið eftir því að flytja aftur til Danmerkur, til landsins þar sem þú nærð ekki endum saman, endunum sem þú þó nærð saman á Íslandi.
    Kannski er það bara ég, en að mínu viti er full mikil mótsögn í málfari þínu.
    Það má margt slæmt segja um Ísland en hvað sem öðru líður þá er Ísland landið okkar. Þú mættir nota hluta krafta þinna í að skoða hvað betur mætti fara innan Danmerkur, Danmörk er EKKI fyrirheitna landið.

    Það sem ég hef lesið eftir þig er nokkuð einhæft, gróf flokkun gæti litið svona út:
    Ísland er land hálvita sem svíkjast um skuldbindingar sýnar (icesave)
    Ísland er land öfgaþjóðernissinnaðra sauða (ýmis mál sem tengjast EU umræðum) en, Jón, hvað sem öðru líður þá er Ísland eina landið sem þú getur mögulega framfleytt þér á þinni innkomu.
    Danmörk gerði þér það fyllilega ljóst að þú gætir ekki framfleitt þér á sömu upphæð og þú getur framfleitt þér með á Íslandi.
    Þú mættir kannski íhuga að Ísland, þrátt fyrir alla sína galla, býður þér upp á betra líf en Danmörk er tilbúin að bjóða þér.. ég hef séð þig kenna Íslensku krónunni þar um, kallast það ekki að hengja bakara fyrir smið?

    Ég þekki það á eigin skinni hve erfitt það er að lifa á Íslenskum krónum á danskri grund, það hefur tortímt áralöngum sparnaði mínum, sparnaði sem ég safnaði saman á 15 ára sjómannsferli mínum, ég hef þó þraukað, enda er námi mínu loksins að ljúka, en ég þarf að fara aftur á sjóinn til að vinna upp skuldirnar sem urðu til sökum falls Íslensku krónunnar.
    Ég kenni ekki Íslandi um minn voða, nei ég kenni Íslenskum stjórnmála og fjármála mönnum um tap mitt, en Íslandi blóta ég ekki.
    Þetta er hlutur sem þú mættir læra af Jón Frímann…
    Þú ert enginn vitleysingur, en þú lætur mikla vitleysu frá þér fara.

    1. Afhverju ætti ég að vorkenna þjóð sem vill svona ástand ?

      Ég kýs ekki að gera það, og það sem meira er ég ákveð að gagnrýna þjóð sem hagar sér svona og lætur svona þvælu yfir sig ganga.

      Ég ætla mér að fara af örorkubótum eins og margoft hefur komið fram, og þegar þær tekjur verða nægjanlegar. Þá mun ég flytja frá Íslandi og ekki líta aftur.

      Íslendingar eru einhæf þjóð í afneitun sem neitar að sætta sig þá staðreynd. Þess í stað er orkunni eytt í útlendingahatur og þjóðrembu. Þetta er staðreynd. Svona langloka frá þér Rúnar breytir engu þar um þær staðreyndir.

  4. Þær staðreyndir sem þú berð fram eru einungis staðreyndir í þínum augum.
    Íslendingar eru ekki einhæf þjóð, þvert á móti.
    Þjóðin vill ekkert svona ástand fremur en þú, því miður er fátt hægt að gera, það er lítill munur á kúk og skít, það er lítill munur á samfylkingu og sjálfstæðisflokki.
    Þetta útlendingahatur sem þú berð á landann er, vægt til orða tekið kjaftæði.
    Fyrstu félagar mínir í danaveldi voru múslimar, ég er persónulega ekki hrifinn af íslam og kem því reglulega á framfæri, einnig við þessa félaga mína, en ég met einstaklinginn fyrst og fremst ekki trúnna, litarháttinn eða steriotýpuna sem hann stendur fyrir, það sama gerðu þeir.
    Þessir nýju félagar mínir báru þó það mikið traust til mín að þegar annar þeirra gifti sig þá var ég eini hvíti boðsgesturinn. Kannski hafa þeir aðra skilgreiningu á rasisma og þjóðernishyggju en vinstri menn Íslands ?
    Það er grassandi þjóðernishyggja í DK og ég tel að þessi þjóðernishyggja sé því miður/sem betur fer bundin í allar þjóðir. En það er stór munur á þjóðernishyggju og rasisma, mundu það.
    Það er flott hjá þér að stefna á það að yfirgefa örorkubæturnar, menn verða seint ríkir af þeim, en muna þarf að eigi skal líta upp í gefinn hest.
    Þú veist væntanlega að þjóðerniskennda öfgapakkið sem þú ætíð gagngrýnir í pistlum þinum borgar fyrir internetáskriftina þína…

    1. Nefndu mér aðra menningu á Íslandi. Þá hvar, hvernig og í hvaða landshluta þessi öðrvísi menningu er að finna á Íslandi.

      Þessi þjóðernishyggja í Danmörku virðist vera algengari útá landi, frekar en í Kaupmannahöfn. Þar sem að mannlífið er fjölbreyttara og fleira fólk er til staðar.

Lokað er fyrir athugasemdir.