Jarðskjálfti uppá 3.8 á ricther hjá Hveravöllum

Samkvæmt sjálfvirku mælakerfi Veðurstofu Íslands þá varð jarðskjálfti uppá ML3.8 (á ricther) að stærð hjá Hveravöllum klukkan 14:13. Þessi jarðskjálfti hefur væntanlega ekki fundist vegna fjarlægðar frá byggð. Dýpi jarðskjálftans var rúmlega 1 km. Nokkrir forskjálftar komu fram á undan stóra jarðskjálftanum, reikna má með að það verði talsvert um eftirskjálfta í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Jarðskjálftinn kemur vel fram á sjálfvirka mælaplottinu mínu, það er hægt að skoða hérna.