Jarðskjálftahrinan hjá Hveravöllum

Þeir jarðskjálftar sem hafa komið hjá Hveravöllum í dag hafa mælst mjög vel á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með í gangi þessa stundina. Sem stendur hafa ekki komið margir jarðskjálftar, en þeir jarðskjálftar sem hafa komið hafa verið í stærri kantinum. En sá stærsti sem hefur komið fram í augnablikinu nær stærðinni ML4.4 (á ricther). Fastlega má reikna með því að þarna komi fleiri stórir jarðskjálftar, enda virðist þessi jarðskjálftahrina haga sér mjög undarlega miðað við jarðskjálfta sem verða við það að jarðskorpan brotnar á rekbeltinu. Ómögurlegt er að segja til um það hvort að þessir jarðskjálftar eru tengdir eldvirkni á svæðinu, en þarna er eldstöð og er því ekki hægt að útiloka slíkt. En sem stendur er ekkert sem bendir til þess að þarna sé að fara hefjast eldgos.

Tengist frétt: Jörð skelfur við Hveravelli