Aum fölsun framsóknarþingamanns um verðlag í ESB

Það er nú auma fölsuninn sem framsóknarþingmaðurinn Eygló Harðardóttir kemur með á bloggsíðu sinni á Eyjunni. Þar sem hún í alvörunni heldur því fram að matvælaverð sé hærra í löndum ESB en á Íslandi. Þessar fullyrðingar sem hún setur fram eru auðvitað ekkert annað en kjaftæði. Enda er mun hagstæðara að kaupa í matinn innan ESB á Íslandi.

Fyrir það fyrsta er þetta blekkjandi hjá Eygló Harðardóttir. Þar sem gengi íslensku krónunnar er mjög lágt eins og sjá má á vefsíðu Seðlabanka Íslands. Því er einnig háttað til að þær verslanir sem þarna eru taldar upp teljast mjög dýrar eftir því sem ég kemst næst. Verðlag og skattar eru síðan mismunandi á milli aðildarríkja ESB eins og gefur að skilja. Enda stjórna aðildarríki ESB sjálf sinni skattastefnu á matvælum. Þó hafa aðildarríki ESB samþykkt hámark og lámark virðisaukaskatt á vörur og þjónustu. Hámarkið er 25% VSK á slíkt. Virðisaukaskatturinn á Íslandi er í dag 0.50% hærri á Íslandi en þar sem hann er hæstur hjá aðildarríkjum ESB núna í dag.

Þar sem ég er afskaplega latur að skrifa upp kvittanir og hef haft þann vana að hirða allar kvittanir þegar ég versla. Þá eru hérna kvittanir frá því að ég bjó í Danmörku fyrr á þessu ár. Eins og margir vita, þá er Danmörk mjög dýrt land. Þarna er einnig kvittun frá Þýskalandi, eða landamærabúð sem Danir versla mikið í.

Hérna er verðlagið í Danmörku og síðan þýskum landamæraverslunum við Danmörk. Smellið á myndinar til þess að fá fulla og leshæfa stærð.

Það sem Eygló Harðardóttir er að gera er ekkert annað en að blekkja almenning á mjög svo einfaldan og óheiðarlegan hátt. Eins og þessar kvittanir sína. Þá er jafnvel hagstæðara að kaupa í matinn í Danmörku ef maður er með tekjur í dönskum krónum. Þetta verður auðvitað mun flóknara ef maður er með tekjur í ónýtri íslenskri krónu. Eins og mun verða raunin hjá mér að hluta þegar ég flyt aftur til Danmerkur á næsta ári.

Blogg póstur uppfærður klukkan 23:25 þann 13. Júlí 2011.

One Reply to “Aum fölsun framsóknarþingamanns um verðlag í ESB”

  1. Ég bý í Bretlandi en fer oft til Íslands. Ef ég kaupi inn fyrir viku í mat á Íslandi í t.d. Fjarðarkaup, sem er ekki ódýrasta búðin eyði ég jafnmiklu og þegar ég kaupi inn fyrir viku hér í UK, og ég er að kaupa sama matinn, sama magn og allt. Hins vegar stunda ég „clean eating“ þ.e. ég kaupi nær enga unna matvöru, bara kjúkling nautakjöt og svo endalaust mikið af salati, avókadó, grænmeti og brún hrísgjón og þannig, ég kaupi skyr á íslandi en gríska jógúrt í UK.

    Hins vegar fannst mér Köben vera ívið dýrari, en ég fór í Fötex og Irmu. En það er kannski ekki að marka ef maður er bara í því að kaupa hollustu. Gæti alveg trúað því að unnin matvara sé dýrari á Klakanum.

    Svo er kannski kaupmátturinn ívið minni á Íslandi en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því þar sem ég bý á mjög dýru svæði (Cambridge), þannig að t.d. leiga hér og húsnæðisverð er u.þ.b. tvöfalt á við Ísland.

Lokað er fyrir athugasemdir.