Meira af bannfíkn íslenskra stjórnmálamanna

Það hafa margir verið að bölva ESB fyrir að banna sölu á heimabakstri undanfarna daga eftir fréttaflutning þess efnis. Því miður hafði enginn gefið sér tíma til þess að skoða staðreyndir málsins, hvað þá umrædda reglugerð sem um ræðir frá ESB. Vegna þess að í þessari reglugerð frá ESB sem gildir á Íslandi vegna EES samningsins stendur þetta skýrt og greinilega um þá hluti sem umrædd reglugerð nær ekki yfir.

2. Þessi reglugerð gildir ekki um:

[…]

c) beina afhendingu framleiðanda á litlu magni frumframleiðsluvara til neytanda eða smásölufyrirtækis á staðnum sem afhendir vöru beint til neytenda,

[…]

3. Aðildarríkin skulu setja reglur, samkvæmt landslögum, um þá starfsemi sem um getur í c-lið 2. mgr. Landsbundnar reglur af þessu tagi skulu tryggja að markmiðum þessarar reglugerðar verði náð.

[…]

Því er augljóst að þær fullyrðingar um að hérna sé um að ræða bann frá ESB rangar og byggja á viljandi rangfærslum stjórnmálamanna (í sumum tilfellum hugsanlega óviljandi) til þess að koma höggi á ESB umræðuna á Íslandi vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB.

Það sem er þó áhugaverðast í þessu öllu saman er sú staðreynd að enginn fjölmiðill (þeir vilja kalla sig það) á Íslandi hafði fyrir því að fletta umræddri reglugerð upp og athuga málið og hvort að viðkomandi þingmenn sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins væru að fara með rétt mál til að byrja með.

Reglugerðina er hægt að lesa á vefsíðu Matvælastofnunar hérna fyrir neðan (linkur) og einnig í pdf skjalinu sem er viðhent þessari bloggfærslu.

Reglugerð nr. 852/2004/EB um hollustuhætti sem varða matvæli (matis.is)

Reglugerð ESB/2004

7 Replies to “Meira af bannfíkn íslenskra stjórnmálamanna”

 1. Þetta er mikið rétt hjá þér Jón Frímann. Þetta kemur líka skýrt fram í aðfarðarorðunum (nr. 9) að reglunar “gilda auk þess aðeins um fyrirtæki sem búa við tiltekna samfellu í starfsemi og tiltekið skipulag.” Sem og í viðauka 2, en þar er í III. kafla fjallað um hreinlæti í matvælaframleiðslu í heimahúsum (einkabústöðum) sem er bannað hér.

  Bannið virðist hafa veirð sett með reglugerð Jóns Bjarnasonar nr. 506/2010, en þar er m.a. kveðið á um að matvælafyrirtæki megi ekki vera í beinu sambandi við íbúð. Ég kíkti á íslensku lögin (nr. 93/1995 með síðari breytingum). Þar er í fyrsta lagi nánast engar undantekningar á gildissviði laganna eins og í evrópsku reglugerðinni, þannig að bannið við tilfallandi framleiðslu á matvælum í góðgerðarskyni er algerlega íslenskt eins og þú bendir á. Þá er í öðru lagi hvergi tekið fram í lögunum að matvælaframleiðsla megi ekki vera í tengslum við íbúð/einkaheimili. Mér finnst fremur hæpið að íþyngjandi ákvæði eins og slíkt skuli eingöngu koma fram í reglugerð ráðherra.

  1. Þú vísar í þessa hérna reglugerð,

   http://tinyurl.com/3h8y3fm

   Þar stendur þetta hérna.


   2. gr. b
   Athafnasvæði matvælafyrirtækja.
   Húsakynni matvælafyrirtækja skulu vera í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafa hlotið samþykki byggingarnefndar fyrir starfseminni.

   Matvælafyrirtæki mega ekki vera í beinu sambandi við óskyldan atvinnurekstur eða íbúð og skulu eigi staðsett nálægt atvinnurekstri sem getur haft mengandi áhrif á starfsemina.”

   Mér sýnist að þetta sé í andstöðu við reglugerðina frá ESB og geti því hugsanlega verið ólöleg reglugerð af hálfu Jóns Bjarnarsonar Landbúnaðarráðherra og Sjávarútvegsráðherra.

   Þetta mundi allavegana ekki standast skoðun Umboðsmanns Alþingis að mínu áliti. Þó svo að ég sé ekki lögfræðimenntaður. Ég mundi telja að þetta hafi verið ólöleg reglugerð og stjórnsýsluákvörðun hjá Jóni Bjarnarsyni.

   Ég byggi mitt álit á því að Jón Bjarnarson fer út fyrir lagalegt svið umræddrar reglugerðar frá ESB eins og ég nefni hérna að ofan.

   Það er því ekkert mark takandi á þessu banni Jóns Bjarnarsonar. Þar sem það er í andstöðu við EES rétt íslenskra neytenda.

   1. Ástæðan fyrir því að reglugerð sé ólögleg getur ekki byggst á því að farið sé út fyrir svið tilskipunar eða reglugerðar frá ESB sem á að innleiða. Almenna reglan í ESB er að ríkjum skal látið eftir að haga sínum málum eins og þau vilja á meðan það stangast ekki á við tilskipanir ESB og tilheyrandi reglugerðir þess. Það er hins vegar allt annar armur en gerir þetta vandamál ekkert léttvægara.

    Hins vegar eru nokkrar ástæður sem geta gert reglugerð ólöglega (almennt séð og ekki tæmandi):
    1. Reglugerðin kveður á um eitthvað sem er brot á stjórnarskránni.
    2. Engin lagaheimild veitir ráðherra rétt á að kveða á um eitthvað ákveðið atriði í reglugerð.
    – Þetta á aðallega um eitthvað sem væri íþyngjandi gagnvart fólki eða lögaðilum. Það væri t.d. ekki hægt að kveða á um bann við einhverju ef lögin heimila ekki að sett sé reglugerð sem kveði á um slíkt.
    3. Lögin gætu heimilað reglugerð um ákveðinn hlut en hún gengur lengra en lögin heimila.
    – Þó lögin gætu kvatt á um að ráðherri geti sett reglugerð til að framkvæma eitthvað getur reglugerðin ekki verið takmarkalaus. Hafa þarf í huga ákvæði stjórnarskrár, annarra laga og anda þeirra laga sem veita reglugerðarheimildina.

    1. Samkvæmt EES samningum, sem þessi lög eru byggð á. Þá geta ákveðir þættir landslaga aldrei farið út fyrir gildissvið EES samningsins án þess að brjóta á þeim rétti sem þar er tiltekin.

     Samkvæmt handbók stjórnarráðsins frá árinu 2003 um EES samninginn stendur þetta.

     “[…]

     Aðferðir við innleiðingu eru einkum tvenns konar. Annars vegar með upptöku eða
     tilvísun (e. incorporation) og hins vegar með umritun (e. transformation). Við inn-
     leiðingu reglugerða í landsrétt er almennt rétt að beita upptöku eða tilvísun, sbr. a-lið
     7. gr. EES-samningsins. Í þeim tilvikum er brýnt eins og áður sagði að innleiða EES-
     gerðina en ekki EB-reglugerðina sem er fyrirmynd hennar. Í þessu felst sú lág-
     markskrafa að vísa verður til ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, þar sem
     viðkomandi gerð er bætt við einhvern viðauka EES-samningsins með nánari ákvæð-
     um um aðlögun hennar að samningnum. Innleiðing af þessu tagi getur hvort sem er
     átt sér stað með setningu laga eða almennra stjórnvaldsfyrirmæla. Sé gerðin innleidd
     með lögum, skal hún birt sem fylgiskjal með þeim, en sé hún innleidd með stjórn-
     valdsfyrirmælum, er nægilegt að vísa til birtingar hennar í EES-viðbæti við Stjórnar-
     tíðindi EB. Í því tilviki er mikilvægt að fram komi glöggar upplýsingar um hvar gerð-
     ina sé að finna í EES-viðbætinum. Hvort heldur gerð er birt sem fylgiskjal eða ein-
     göngu vísað til birtingar hennar í EES-viðbætinum, þarf alltaf að koma skýrt fram að
     gerðinni sem slíkri sé veitt gildi að íslenskum lögum og að hún sé hluti viðkomandi
     laga eða stjórnvaldsfyrirmæla. Auk almenns ákvæðis um innleiðingu gerðar kann að
     vera þörf á frekari ákvæðum til að unnt sé að framkvæma hana, s.s. að því er varðar
     tilgreiningu á viðeigandi stjórnvaldi, réttarvörsluúrræðum, hvort frávik séu heimil
     o.fl.

     […]

     bls 57, http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Utgafa/HandbokEES.pdf

     Það má augljóst vera að Jón Bjarnason fer á svig við þessi vinnubrögð og brýtur gegn reglugerðinni sem um ræðir frá ESB í gegnum EES samninginn. Af því hlýtur að leiða að þessi breyting Jóns Bjarnasonar er ólögleg og standist ekki ákvæði EES samningins eins og þau liggja fyrir í dag.

     Þetta er því ESA og EFTA dómstólshæft mál mundi ég halda.

 2. Vinnubrögðin eru ekki lögfest svo Alþingi er ekki bundið við þau né stjórnvöld.

  Síðan þarf auðvitað að hafa í huga að ég var eingöngu að ræða um þegar reglugerð fer lengra en ESB skipar fyrir. Að þau stangist við aðrar tilskipanir eða samninga við ESB er hinn armurinn sem ég var að vísa á. Þegar tilskipunin sem brotið var á hefur verið innleidd í íslensk lög er brotið refsivert hér á landi.

  EES samningurinn er auðvitað lögfestur og stjórnvöld skuldbundin til að fara eftir honum á meðan hann er í gildi. Brot á honum varða við lög en ég veit ekki um neinar aðrar lagalegar afleiðingar en samningslegar. Nema auðvitað að brotið sé vísvitandi en þá myndi brotlega persónan vera ákærð.

  En ég er alveg sammála því að reglugerðin sé ólögmæt en af þeirri ástæðu að hún brýtur í bága við athafnafrelsisákvæði stjórnarskrár.

  1. Ætli þetta mundi ekki falla undir ákvæði laga um ráðherraábyrgð. Þar sem reglugerði eru eingöngu á ábyrgð ráðherra en ekki Alþingis eins og þú nefnir hérna.

 3. Svo ég blandi mér í þessa umræðu. Svavar Kjarrval hefur rétt fyrir sér að íslensk reglugerð getur gengið lengra en ESB reglugerð, þó aðeins að íslensku lögin gangi lengra.
  Hins vegar sé ég ekki hvar sé heimild í íslenskum lögum að banna heimabakstur í góðgerðarskyni — sem hefur viðgengist í áratugi. Til að slík íþyngjandi ákvæði standist verður reglugerð ráðherra væntanlega að byggjast á skýru ákvæði þar að lútandi í lögum, en það ákvæði er ekki til að því er ég fæ séð.

Comments are closed.