Jarðskjálftinn í Pakistan: Fannst í þrem löndum

Samkvæmt fréttum frá BBC þá fannst jarðskjálftinn í Indlandi, Pakistan og Afganistan svo vitað sé. Einhverjar skemmdir og manntjón varð í Indlandi, en ekki eins slæmt og í Pakistan, samkvæmt fréttum þá fórst einn í Afganistan en engar fréttir af skemmdum hafa komið fram. En hjálp er ekki ennþá farin að berast til þeirra svæða sem eru afskekkt, en þar eru þorp sem eru samkvæmt fréttum illa farin eða einfaldlega horfin með öllu. Og við sum þorp hefur einfaldlega ekki ennþá náðst samband, bæði vegna jarðskjálftans og vegna þess að þessi þorp eru mjög afskekkt og vegir eru teftir vegna skriðufalla.

[Uppfært klukkan 13:15]