Þjóð hinna glötuðu tækifæra

Íslendingar þykjast vera voðalega sniðugir með því að banna útlendingum að stunda fjárfestingar á Íslandi. Þetta sést best á viðbrögðum dagsins eftir að Innanríkisráðherra kom í veg fyrir landakaup Kínverjans á Grímstöðum á Fjöllum. Rökstuðningur Ögmundar stenst ekki nánari skoðun, og hefur í raun aldrei gert það. Það eru margir sem halda því og trúa að þetta sé ekki neitt vandamál. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er svona á fleiri sviðum á Íslandi. Fyrir nokkru síðan sendi danskt félag inn kauptilboð til þess að kaupa hina gjaldþrota Húsasmiðju. Það var ekki einu sinni litið á það tilboð samkvæmt fréttum. Þess í stað var Húsasmiðjan seld Framtakssjóði Íslands og aðilum sem eru örugglega nátengdir fyrrverandi eigendum Húsasmiðjunar.

Enda er það þannig að Íslandi og íslenskri menningu er lýst sem gjörspilltri og handónýtri. Enda er ekki hægt að stunda viðskipti á Íslandi nema að þekkja rétta aðila, að vera “innmúraður” eins og íslendingar kalla það í daglegu tali sín á milli. Þetta er eitthvað sem íslendingar þekkja allir sjálfir og sumir hafa reynt þetta á eigin skinni að auki.

Síðan til þess að auka skömmina og niðurlægingu íslendinga. Þá kemur Ögmundur, Innanríkisráðherran sjálfur með þessi hérna skilaboð í fjölmiðlum á Íslandi.

Aðspurður hvað hægt væri að gera ef Huang Nubo myndi setja á stofn fyrirtæki innan EES og kaupa landið í gegnum það segir Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig.”

Ögmundur Jónsson, 25 Nóvember, 2011. Vísir.is, Ögmundur vill banna öllum útlendingum að fjárfesta á Íslandi

Ögmundur þarf ekki að hafa áhyggjur af fjárfestingum útlendinga á Íslandi í kjölfarið á þessum ummælum sínum. Erlendir fjárfestar munu einfaldlega strika Ísland af listanum sem vænlegan fjárfestinakost hjá sér, og fara með fjármagnið sitt annað. Á meðan getur Ögmundur reynt að réttlæta minnkandi gjaldeyrisforða Íslandi, og versnandi lífskjör sem fylgja þessum ákvörðunum hans. Vegna þess að fjárfestingar eru grundvöllur þess að verði hagvöxtur í hinu íslenska hagkerfi. Hver réttlætingin verður þegar fram líða stundir veit ég ekki. Ég er samt alveg viss um að réttlætingin verður rósrauð af sjálfshóli og heilögu réttlæti fyrir íslendinga. Gallin er bara að þetta sem Ögmundur lifir augljóslega fyrir færir íslendingum ekki vinnu, og ekki mat á borðið heldur.

Íslendingar eru svo sannarlega þjóð hinna glötuðu tækifæra. Enda eru það íslendingar sem leiða sjálfa sig til glötunar og engir aðrir.