Spádómar um Evrópusambandið sem eiga sér ekki neina stoð í raunveruleikanum

Í innilokunarklúbbnum Heimssýn kennir fárra grasa, en þess í stað eru þar ansi margir sem sjá ekki yfir á næstu þúfu og horfa aðeins niður á þessa einu þúfu og ekkert annað. Staðreyndin er sú að Heimssýn hefur alltaf verið að spá dauða evrunnar og Evrópusambandsins. Hvorugt af þessu mun gerast af þeirri ástæðu að engin áhugi er fyrir slíku hjá þjóðum Evrópu að fara þá leið. Hvað Grikkland varðar. Þá verða þeir að taka á hinum stóra sínum, eða lenda illa í því.

Hvað evruna varðar. Þá er lægra gengi evrunar eingöngu til þess fallið að auka hagvöxt á evrusvæðinu og flýta fyrir því að koma þessum löndum út úr efnahagskreppunni. Það er nefnilega eins í Evrópu og á Íslandi. Lægra gengi gagnast útflutningsfyrirtækjum og öðrum framleiðendum. Það má ennfremur ekki gleyma þeirri staðreynd Evrópusambandið er í heild sinni stærsta efnahagsblokk í heiminum (tölur frá árinu 2010). Þau efnahagsvandræði sem um ræðir varðandi evruna eru bara lítill hluti af þeirri tölu.

Það má því vera ljóst að hvorki Evrópusambandið eða evran eru að fara neitt. Breytir þó einu að innilokunarkallanir í Heimssýn óski þess heitt á hverjum degi.

Um efnahag Evrópusambandsins.

Economy of the European Union (wiki)