Undarlegar hækkanir

Mér þykir þessi hækkun á eldsneyti undarleg hjá N1, sérstaklega í ljósi þess að eldsneytisverð hefur verið mjög svipað í Desember, eða í kringum $95 dollara tunnuna. Síðan að olíutunnan fór í $100 hefur eldsneytisverðið verið í kringum $98 dollara tunnuna. En olíuverðið lækkaði strax í gær um rúmlega $1.

Þetta bendir til þess að hækkun N1 og annara olíufélaga hérna á landi stafi ekki af neinu nema hreinni græðgi. Það er kominn tími til þess að Samkeppniseftirlitið fari alvarlega yfir þessi mál, það þarf einnig að gera Samkeppniseftirlitið mun sjálfstæðara en það er í dag.

Tengist frétt: Eldsneytisverð hefur hækkað